Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið 28. mars 2017 12:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. Tilskipunin felur meðal annars í sér að breytingar á lögum um losun gróðurhúsalofttegunda, notkun kola til rafmagnsframleiðslu og breytingar á því að ríkisstarfsmenn verði að taka mið af hnattrænni hlýnun við ákvarðanir sínar. Talsmaður Hvíta hússins, sem kynnti blaðamönnum Washington Post tilskipunina í dag, sagði hana til marks um stefnu Trump að gera Bandaríkin sjálfstæð varðandi orkuframleiðslu. Hann sagði einnig að þegar kæmi að hnattrænni hlýnun ætlaði ríkisstjórnin sér að taka eigin skref. Ekkert er minnst á Parísarsáttmálann samkvæmt WP. Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2015 og samkvæmt honum þarf ríkið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent fyrir árið 2025, miðað við losunina eins og hún var árið 2005. Meðlimir ríkisstjórnar Trump eru ekki sammála um aðild Bandaríkjanna að sáttmálanum. Í kosningabaráttunni hét Trump því að draga Bandaríkin úr sáttmálanum sem hann sagði koma niður á landinu. Árið 2012 hélt Trump því fram að hnattræn hlýnun væri gabb Kínverja til að draga úr samkeppnishæfi Bandaríkjanna.The concept of global warming was created by and for the Chinese in order to make U.S. manufacturing non-competitive.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2012 Reglur Obama hafa verið óvinsælar meðal repúblikana og í ríkjum þar sem þeir hafa stjórnað. Hæstiréttur Bandaríkjanna setti reglurnar til hliðar um tíma í fyrra en fjölmörg dómsmál hafa verið höfðuð gegn þeim. Undanfarnar vikur hefur Trump einnig fellt niður reglur Obama um námuvinnslu, boranir og fleira. Þá felldi hann niður reglugerð sem meinaði námufyrirtækjum að sturta úrgangi í ár. Þar að auki hefur ríkisstjórnin gefið í skyn að hún vilji og ætli sér að endurskoða reglugerðir um eyðslu nýrra bíla.Trump ætlar sér einnig að draga úr fjárveitingum til Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um þriðjung.Nýr yfirmaður stofnunarinnar, Scott Pruitt, hefur gagnrýnt stofnunina harðlega í gegnum tíðina. Þá hefur hann sagt að hann trúi því ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðarinnar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. Tilskipunin felur meðal annars í sér að breytingar á lögum um losun gróðurhúsalofttegunda, notkun kola til rafmagnsframleiðslu og breytingar á því að ríkisstarfsmenn verði að taka mið af hnattrænni hlýnun við ákvarðanir sínar. Talsmaður Hvíta hússins, sem kynnti blaðamönnum Washington Post tilskipunina í dag, sagði hana til marks um stefnu Trump að gera Bandaríkin sjálfstæð varðandi orkuframleiðslu. Hann sagði einnig að þegar kæmi að hnattrænni hlýnun ætlaði ríkisstjórnin sér að taka eigin skref. Ekkert er minnst á Parísarsáttmálann samkvæmt WP. Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2015 og samkvæmt honum þarf ríkið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent fyrir árið 2025, miðað við losunina eins og hún var árið 2005. Meðlimir ríkisstjórnar Trump eru ekki sammála um aðild Bandaríkjanna að sáttmálanum. Í kosningabaráttunni hét Trump því að draga Bandaríkin úr sáttmálanum sem hann sagði koma niður á landinu. Árið 2012 hélt Trump því fram að hnattræn hlýnun væri gabb Kínverja til að draga úr samkeppnishæfi Bandaríkjanna.The concept of global warming was created by and for the Chinese in order to make U.S. manufacturing non-competitive.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2012 Reglur Obama hafa verið óvinsælar meðal repúblikana og í ríkjum þar sem þeir hafa stjórnað. Hæstiréttur Bandaríkjanna setti reglurnar til hliðar um tíma í fyrra en fjölmörg dómsmál hafa verið höfðuð gegn þeim. Undanfarnar vikur hefur Trump einnig fellt niður reglur Obama um námuvinnslu, boranir og fleira. Þá felldi hann niður reglugerð sem meinaði námufyrirtækjum að sturta úrgangi í ár. Þar að auki hefur ríkisstjórnin gefið í skyn að hún vilji og ætli sér að endurskoða reglugerðir um eyðslu nýrra bíla.Trump ætlar sér einnig að draga úr fjárveitingum til Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um þriðjung.Nýr yfirmaður stofnunarinnar, Scott Pruitt, hefur gagnrýnt stofnunina harðlega í gegnum tíðina. Þá hefur hann sagt að hann trúi því ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðarinnar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira