Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 11:00 Tom Brady. Vísir/Getty Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. Einn maður er algjörlega ósammála þessu og það er Tom Brady sjálfur. Það dugar ekki einu sinni að eiginkonan hafi grátbeðið hann mörgum sinnum um að segja þetta gott. Hann tímir ekki að hætta. Eigandi New England Patriots sagði frá því í viðtali við ESPN í gær að Tom Brady ætli ekki að spila í eitt til tvö ár í viðbót heldur er hann að tala um að spila þangað til að hann er 46 eða 47 ára. „Síðast fyrir tveimur til þremur dögum þá fullvissaði hann mig um það að hann væri tilbúinn að spila í sex til sjö ár í viðbót og að hann gæti á þessum tíma spilað jafnvel og hann er að gera í dag,“ sagði Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þegar hann hitti fjölmiðla á árlegum ársfundi eiganda NFL-deildarinnar. „Það er enginn sem er ánægðari við að heyra þetta en ég og síðan stuðningsmenn okkar,“ bætti Kraft við. Tom Brady er að fara að hefja sitt átjánda tímabil í NFL-deildinni næsta haust. Hann heldur upp á fertugsafmælið sitt 3. ágúst næstkomandi. Jason Hanson, fyrrum sparkari Detroit Lions, á metið yfir flest tímabil með einu liði eða 21. Brady myndi slá það met léttilega næði hann fyrrnefndum markmiðum sínum auk þess að bæta öll möguleg met hjá leikstjórnendum. Tom Brady hugsar ótrúlega vel um sig, bæði hvað varðar matarræði, lífstíl og æfingar. Kraft sagði meðal annars frá því að Brady væri á fullu að æfa í dag nú þegar fimm mánuðir eru í að tímabilið hefjist. NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira
Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. Einn maður er algjörlega ósammála þessu og það er Tom Brady sjálfur. Það dugar ekki einu sinni að eiginkonan hafi grátbeðið hann mörgum sinnum um að segja þetta gott. Hann tímir ekki að hætta. Eigandi New England Patriots sagði frá því í viðtali við ESPN í gær að Tom Brady ætli ekki að spila í eitt til tvö ár í viðbót heldur er hann að tala um að spila þangað til að hann er 46 eða 47 ára. „Síðast fyrir tveimur til þremur dögum þá fullvissaði hann mig um það að hann væri tilbúinn að spila í sex til sjö ár í viðbót og að hann gæti á þessum tíma spilað jafnvel og hann er að gera í dag,“ sagði Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þegar hann hitti fjölmiðla á árlegum ársfundi eiganda NFL-deildarinnar. „Það er enginn sem er ánægðari við að heyra þetta en ég og síðan stuðningsmenn okkar,“ bætti Kraft við. Tom Brady er að fara að hefja sitt átjánda tímabil í NFL-deildinni næsta haust. Hann heldur upp á fertugsafmælið sitt 3. ágúst næstkomandi. Jason Hanson, fyrrum sparkari Detroit Lions, á metið yfir flest tímabil með einu liði eða 21. Brady myndi slá það met léttilega næði hann fyrrnefndum markmiðum sínum auk þess að bæta öll möguleg met hjá leikstjórnendum. Tom Brady hugsar ótrúlega vel um sig, bæði hvað varðar matarræði, lífstíl og æfingar. Kraft sagði meðal annars frá því að Brady væri á fullu að æfa í dag nú þegar fimm mánuðir eru í að tímabilið hefjist.
NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira