Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:57 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. vísir/gva Styrking krónunnar er meginástæða þess að HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort segja þurfi upp fólki. „Rekstrarhorfur eru lakar fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar og styrkleika hennar en einnig vegna kostnaðarhækkana innanlands og þess að lítil breyting hefur verið á fiskverði síðustu ár,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi, og að útlit sé fyrir tap af landvinnslu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr eða hætta kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Fundar með verkalýðsforingja vegna málsins Vilhjálmur segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fjöldauppsagnir séu í vændum. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að segja upp fólki, og þessi einstaka ráðstöfun þarf ekki að þýða fækkun starfsfólks. Þetta þýðir einfaldlega það að það er verið að draga saman í landvinnslu sem nemur fjögur þúsund tonnum. Við erum bara að skoða okkar mál í rekstri og uppsetningu félagsins.“ Vilhjálmur óskaði síðastliðinn föstudag eftir fundi með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og er sá fundur fyrirhugaður klukkan 14.30 í dag. Hann vill ekki gefa upp á þessum tímapunkti hvað rætt verði á fundinum, en í kringum 150 manns starfa við landvinnsluna á Akranesi. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði.Væntanlega flestir að glíma við sömu erfiðleika Þá segist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að aðrar útgerðir séu að glíma við þessa sömu erfiðleika, sem vissulega sé mikið áhyggjuefni. „Við erum einfaldlega núna að huga að varnarleik og reyna að halda okkar vinnslu í landinu. Það eru íslensk fyrirtæki sem eru að vinna að hluta að sinni framleiðslu erlendis og sé þetta ástand til lengri tíma þá hlýtur sá kostur að blasa við.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist í samtali við Vísi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann viðraði áhyggjur sínar á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagði útlit fyrir að óveðurský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga. Fréttatilkynning HB Granda sé væntanlega að staðfesta þessar áhyggjur. Tengdar fréttir HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Tilkynnir um lækkun vaxta nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilkynnir um lækkun vaxta nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Sjá meira
Styrking krónunnar er meginástæða þess að HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort segja þurfi upp fólki. „Rekstrarhorfur eru lakar fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar og styrkleika hennar en einnig vegna kostnaðarhækkana innanlands og þess að lítil breyting hefur verið á fiskverði síðustu ár,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun um að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi, og að útlit sé fyrir tap af landvinnslu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr eða hætta kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Fundar með verkalýðsforingja vegna málsins Vilhjálmur segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fjöldauppsagnir séu í vændum. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að segja upp fólki, og þessi einstaka ráðstöfun þarf ekki að þýða fækkun starfsfólks. Þetta þýðir einfaldlega það að það er verið að draga saman í landvinnslu sem nemur fjögur þúsund tonnum. Við erum bara að skoða okkar mál í rekstri og uppsetningu félagsins.“ Vilhjálmur óskaði síðastliðinn föstudag eftir fundi með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og er sá fundur fyrirhugaður klukkan 14.30 í dag. Hann vill ekki gefa upp á þessum tímapunkti hvað rætt verði á fundinum, en í kringum 150 manns starfa við landvinnsluna á Akranesi. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði.Væntanlega flestir að glíma við sömu erfiðleika Þá segist hann ekki gera ráð fyrir öðru en að aðrar útgerðir séu að glíma við þessa sömu erfiðleika, sem vissulega sé mikið áhyggjuefni. „Við erum einfaldlega núna að huga að varnarleik og reyna að halda okkar vinnslu í landinu. Það eru íslensk fyrirtæki sem eru að vinna að hluta að sinni framleiðslu erlendis og sé þetta ástand til lengri tíma þá hlýtur sá kostur að blasa við.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagðist í samtali við Vísi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann viðraði áhyggjur sínar á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagði útlit fyrir að óveðurský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga. Fréttatilkynning HB Granda sé væntanlega að staðfesta þessar áhyggjur.
Tengdar fréttir HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Tilkynnir um lækkun vaxta nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilkynnir um lækkun vaxta nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Sjá meira
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24