Flugfélagið WOW air mun í sumar hefja flug til bandarísku borgarinnar Chicago en ekki er langt síðan Icelandair hóf að fljúga til borgarinnar.
Greint er frá þessari nýju flugleið WOW á vefsíðunni Túrista og vísað í bókunarsíðu félagsins en ef áfangastaðnum Chicago er flett þar upp kemur í ljós að jómfrúarferð félagsins til borgarinnar verður þann 13. júlí næstkomandi.
Chicago er áttundi áfangastaðurinn í Bandaríkjunum í leiðakerfi WOW air en samkvæmt frétt Túrista mun flugfélagið fljúga fjórum sinnum í viku til borgarinnar. Er Chicago fjórða bandaríska borgin sem bæði íslensku flugfélögin fljúga til en Icelandair flýgur til borgarinnar daglega.
Tottenham
Newcastle