Óskar Hrafn: Guð hjálpi landsliðinu ef Gylfi Sigurðsson meiðist Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2017 06:30 Strákarnir fagna Gylfa í Albaníu. vísir/getty „Mér fannst þessi leikur gegn Kósóvó vera mjög lélegur af hálfu Íslands,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnusérfræðingur íþróttadeildar 365, en við fengum hann til þess að gera upp leikinn og rýna í stöðu liðsins. Staða íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM 2018 er mjög góð. Það situr í öðru sæti og er að ná úrslitum í leikjum sínum. Frammistaðan hefur þó ekki alltaf þótt mjög sannfærandi. „Íslenska liðið getur þakkað einum manni fyrir að hafa fengið þrjú stig í leiknum gegn Kósóvó og sá maður er Gylfi Þór Sigurðsson. Hann var það sem skildi á milli liðanna í þessum leik. Ef ekki hefði verið fyrir Gylfa þá sé ég ekki að íslenska liðið hefði skapað nokkuð í þessum leik fram á við,“ segir Óskar Hrafn en íslenska liðið var lakara í leiknum að hans mati.Ekki á HM með svona leik „Kósóvó var töluvert sterkara liðið. Þetta er ágætis landslið en margir þeirra hafa samt aldrei séð samherja sína. Þetta er ungt lið í mótun. Að svona lið hafi haft yfirburði stóran hluta af leiknum er áhyggjuefni. Einhvern veginn náði liðið sigri með blöndu af seiglu og Gylfa Sigurðssyni. Liðið er aldrei að fara að ná sæti á HM í Rússlandi með þessari spilamennsku. Það er fínt að koma sér í þessa stöðu en nú hafa leikmenn tvo mánuði til þess að koma sér í toppstand fyrir leikinn stóra gegn Króatíu í sumar.“ Frammistaða íslenska liðsins hefur ekki alltaf hrifið Óskar þó svo hann sé ánægður að sjá liðið ná úrslitum í sínum leikjum. „Í þessari undankeppni hefur mér fundist liðið vera kærulausara. Það er kærulausara með boltann og ekki jafn agað og það var í stöðunum sínum. Það opnast meira en áður. Mér finnst liðið hálfpartinn hafa logið sig í þá stöðu sem það er í. Liðið var ekki sannfærandi á móti Úkraínu og Finnum. Besti leikur liðsins var gegn Tyrkjum. Ég get ekki neitað því að ég hef smá áhyggjur. Að það komi að því að liðið verði gripið í bólinu.“Viðar númeri of lítill Eins og svo margir hefur Óskar áhyggjur af því að lykilmenn í liðinu séu ekki að spila nógu mikið. Svo voru menn að koma inn í liðið núna eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins og enn fleiri voru fjarverandi vegna meiðsla. „Það gengur auðvitað ekki til lengdar að Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson séu ekki að spila með sínum liðum. Mér fannst þeir ekki sannfærandi í þessum leik. Það hafði þau áhrif að Birkir og Ari voru ekki heldur góðir og vörnin var í basli,“ segir Óskar en hann var ekki heldur hrifinn af Viðari Erni Kjartanssyni í fremstu víglínu. „Mér hefur alltaf fundist Viðar Örn Kjartansson vera einu númeri of lítill fyrir landsliðið. Er hann kemur í landsliðið fær hann ekkert fyrir að vera markahæstur í Noregi, Svíþjóð eða Ísrael. Mér fannst hann ekkert sýna í þessum leik og Björn Bergmann var töluvert öflugri. Ég upplifi Viðar eins og ég upplifði Alfreð Finnbogason í Króatíu-leikjunum í umspilinu fyrir HM í Brasilíu. Á erfitt með að halda bolta, er einu númeri of lítill í návígjum við öfluga varnarmenn. Það má velta fyrir sér hversu öflugir varnarmenn Kósóvó eru en þeir unnu nánast öll návígi. Svo hentar Viðari ekki vel að vera í liði sem ætlar að spyrna langt fram og vinna annan bolta. Hans styrkur liggur í jörðinni og hann er gammur í teignum.“Ákveðin hættumerki Mikilvægi Gylfa Þórs í íslenska liðinu verður meira áberandi með hverjum leiknum og Óskar býður ekki í það ef íslenska liðið verður að spila án hans. „Ef Gylfi Þór Sigurðsson meiðist, þá guð hjálpi íslenska liðinu. Svo vorum við með Emil Hallfreðsson í liðinu sem er að spila vel á Ítalíu en hann náði varla að vera skugginn af sjálfum sér. Mér finnst vera ákveðin hættumerki í gangi. Þegar liðið hefur náð svona árangri eins og í Frakklandi þá getur verið að það sé ofboðslega erfitt að ná til leikmanna og mótívera þá,“ segir Óskar sem hrósar liðinu fyrir að ná árangri þrátt fyrir að spilamennskan sé ekki alltaf i lagi. „Við kvörtum ekki yfir jafntefli í Úkraínu á útivelli. Við kvörtum ekki yfir sigri á Finnum og Tyrkjum á heimavelli. Það er heldur ekki hægt að kvarta yfir tapi í Króatíu. Auðvitað fögnum við því að liðið sé að ná úrslitum. Þá er spurning hvað maður eigi að horfa á? Á maður að horfa bara á úrslitin og afgreiða Kósóvó-leikinn þannig að hann hafi ekki verið góður en það hafi verið geggjað sterkt að ná þremur stigum? Eða eigum við að horfa á það þannig að íslenska landsliðið sé eiginlega ekki búið að spila neitt sérstaklega vel síðan það kom heim frá Frakklandi? Er það áhyggjuefni?“Frammistaða íslensku varnarmannanna heillaði Óskar ekki.vísir/gettyHversu mikilvægur var Lars? Óskar segir að auðvitað sé það áhyggjuefni að miðverðirnir séu ekki í sínu besta standi og svo hafa meiðsli lykilmanna á borð við Birki Bjarnason, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason sín áhrif. „Það eru teikn á lofti um að það verði óhemju erfitt að halda þessu liði á þeirri braut sem það er búið að vera á. Svo á eftir að koma í ljós hversu mikilvægur Lars Lagerbäck var. Heimir getur auðvitað haldið áfram með alla sömu hluti og Lars kom með en hversu mikilvæg var nærvera Lars? Lars var klárlega aðalþjálfarinn þó svo þeir væru saman og nú kemur í ljós hversu mikið þeir hlusta á Heimi og hversu mikla virðingu leikmenn bera fyrir honum. Ég þekki það ekki persónulega.“ Heimir hefur haldið stíft í að spila á þeim mönnum sem komu liðinu á EM og þeir hafa átt sín sæti þó svo þeir séu ekki að spila. Jón Daði Böðvarsson var undantekningin gegn Kósóvó en hann hefur ekki skorað síðan í ágúst. „Það eru tvær leiðir í að velja lið. Velja það lið sem hefur reynst þér best og það gera margir. Svo er það leiðin að velja þá leikmenn sem eru í besta gírnum hverju sinni. Ég held að Heimir þurfi að fara að hugsa um að fara þarna bil beggja. Skoða stráka eins og Sverri Inga og Hörð Björgvin betur og það verður gaman að sjá þá gegn Írlandi. Það sem er líka vandamál Heimis er að ég hef aldrei séð þessa stráka sem eru númer svona 14 til 20 í hópnum stíga almennilega upp og taka stöðuna. Ég hef ekki enn sagt eftir einhvern vináttuleikinn að þessi gaur sé tilbúinn,“ segir Óskar og bætir við að Heimir landsliðsþjálfari sé ekki í auðveldri stöðu.Heimir í erfiðri stöðu „Þetta er snúið en spurningin er hvort Heimi takist að grípa inn á réttum tíma. Áður en þetta fer að vinna gegn honum. Hann hefur haldið hollustu við leikmenn sem áttu það svo sannarlega skilið en hvenær fer hollustan að vinna gegn liðinu? Það getur verið erfitt að finna punktinn sem gæti verið að koma. Ef honum tekst það þá kannski tekst honum að stöðva þessa niðursveiflu í spilamennsku liðsins. Árangurinn er frábær en spilamennskan er ekki sannfærandi og þar blikka rauðu ljósin.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Arnór, Emil og Gylfi draga sig úr hópnum fyrir leikinn gegn Írlandi Þrír leikmenn íslenska landsliðsins sem byrjuðu leikinn gegn Kósóvó verða ekki með liðinu í æfingarleiknum gegn Írlandi á þriðjudaginn en Emil, Gylfi og Arnór Ingvi meiddust allir í leik gærdagsins og hefur verið tekin ákvörðun um að senda þá til félagsliða sinna í nánari skoðun. 25. mars 2017 18:00 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Íslenska landsliðstreyjan setti nýtt sölumet hjá Errea Afrek íslenska landsliðsins á EM er heimsbyggðinni enn í fersku minni en sala íslensku landsliðstreyjunnar setti nýtt sölumet hjá ítalska framleiðandanum Errea. 26. mars 2017 20:15 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
„Mér fannst þessi leikur gegn Kósóvó vera mjög lélegur af hálfu Íslands,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnusérfræðingur íþróttadeildar 365, en við fengum hann til þess að gera upp leikinn og rýna í stöðu liðsins. Staða íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM 2018 er mjög góð. Það situr í öðru sæti og er að ná úrslitum í leikjum sínum. Frammistaðan hefur þó ekki alltaf þótt mjög sannfærandi. „Íslenska liðið getur þakkað einum manni fyrir að hafa fengið þrjú stig í leiknum gegn Kósóvó og sá maður er Gylfi Þór Sigurðsson. Hann var það sem skildi á milli liðanna í þessum leik. Ef ekki hefði verið fyrir Gylfa þá sé ég ekki að íslenska liðið hefði skapað nokkuð í þessum leik fram á við,“ segir Óskar Hrafn en íslenska liðið var lakara í leiknum að hans mati.Ekki á HM með svona leik „Kósóvó var töluvert sterkara liðið. Þetta er ágætis landslið en margir þeirra hafa samt aldrei séð samherja sína. Þetta er ungt lið í mótun. Að svona lið hafi haft yfirburði stóran hluta af leiknum er áhyggjuefni. Einhvern veginn náði liðið sigri með blöndu af seiglu og Gylfa Sigurðssyni. Liðið er aldrei að fara að ná sæti á HM í Rússlandi með þessari spilamennsku. Það er fínt að koma sér í þessa stöðu en nú hafa leikmenn tvo mánuði til þess að koma sér í toppstand fyrir leikinn stóra gegn Króatíu í sumar.“ Frammistaða íslenska liðsins hefur ekki alltaf hrifið Óskar þó svo hann sé ánægður að sjá liðið ná úrslitum í sínum leikjum. „Í þessari undankeppni hefur mér fundist liðið vera kærulausara. Það er kærulausara með boltann og ekki jafn agað og það var í stöðunum sínum. Það opnast meira en áður. Mér finnst liðið hálfpartinn hafa logið sig í þá stöðu sem það er í. Liðið var ekki sannfærandi á móti Úkraínu og Finnum. Besti leikur liðsins var gegn Tyrkjum. Ég get ekki neitað því að ég hef smá áhyggjur. Að það komi að því að liðið verði gripið í bólinu.“Viðar númeri of lítill Eins og svo margir hefur Óskar áhyggjur af því að lykilmenn í liðinu séu ekki að spila nógu mikið. Svo voru menn að koma inn í liðið núna eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins og enn fleiri voru fjarverandi vegna meiðsla. „Það gengur auðvitað ekki til lengdar að Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson séu ekki að spila með sínum liðum. Mér fannst þeir ekki sannfærandi í þessum leik. Það hafði þau áhrif að Birkir og Ari voru ekki heldur góðir og vörnin var í basli,“ segir Óskar en hann var ekki heldur hrifinn af Viðari Erni Kjartanssyni í fremstu víglínu. „Mér hefur alltaf fundist Viðar Örn Kjartansson vera einu númeri of lítill fyrir landsliðið. Er hann kemur í landsliðið fær hann ekkert fyrir að vera markahæstur í Noregi, Svíþjóð eða Ísrael. Mér fannst hann ekkert sýna í þessum leik og Björn Bergmann var töluvert öflugri. Ég upplifi Viðar eins og ég upplifði Alfreð Finnbogason í Króatíu-leikjunum í umspilinu fyrir HM í Brasilíu. Á erfitt með að halda bolta, er einu númeri of lítill í návígjum við öfluga varnarmenn. Það má velta fyrir sér hversu öflugir varnarmenn Kósóvó eru en þeir unnu nánast öll návígi. Svo hentar Viðari ekki vel að vera í liði sem ætlar að spyrna langt fram og vinna annan bolta. Hans styrkur liggur í jörðinni og hann er gammur í teignum.“Ákveðin hættumerki Mikilvægi Gylfa Þórs í íslenska liðinu verður meira áberandi með hverjum leiknum og Óskar býður ekki í það ef íslenska liðið verður að spila án hans. „Ef Gylfi Þór Sigurðsson meiðist, þá guð hjálpi íslenska liðinu. Svo vorum við með Emil Hallfreðsson í liðinu sem er að spila vel á Ítalíu en hann náði varla að vera skugginn af sjálfum sér. Mér finnst vera ákveðin hættumerki í gangi. Þegar liðið hefur náð svona árangri eins og í Frakklandi þá getur verið að það sé ofboðslega erfitt að ná til leikmanna og mótívera þá,“ segir Óskar sem hrósar liðinu fyrir að ná árangri þrátt fyrir að spilamennskan sé ekki alltaf i lagi. „Við kvörtum ekki yfir jafntefli í Úkraínu á útivelli. Við kvörtum ekki yfir sigri á Finnum og Tyrkjum á heimavelli. Það er heldur ekki hægt að kvarta yfir tapi í Króatíu. Auðvitað fögnum við því að liðið sé að ná úrslitum. Þá er spurning hvað maður eigi að horfa á? Á maður að horfa bara á úrslitin og afgreiða Kósóvó-leikinn þannig að hann hafi ekki verið góður en það hafi verið geggjað sterkt að ná þremur stigum? Eða eigum við að horfa á það þannig að íslenska landsliðið sé eiginlega ekki búið að spila neitt sérstaklega vel síðan það kom heim frá Frakklandi? Er það áhyggjuefni?“Frammistaða íslensku varnarmannanna heillaði Óskar ekki.vísir/gettyHversu mikilvægur var Lars? Óskar segir að auðvitað sé það áhyggjuefni að miðverðirnir séu ekki í sínu besta standi og svo hafa meiðsli lykilmanna á borð við Birki Bjarnason, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason sín áhrif. „Það eru teikn á lofti um að það verði óhemju erfitt að halda þessu liði á þeirri braut sem það er búið að vera á. Svo á eftir að koma í ljós hversu mikilvægur Lars Lagerbäck var. Heimir getur auðvitað haldið áfram með alla sömu hluti og Lars kom með en hversu mikilvæg var nærvera Lars? Lars var klárlega aðalþjálfarinn þó svo þeir væru saman og nú kemur í ljós hversu mikið þeir hlusta á Heimi og hversu mikla virðingu leikmenn bera fyrir honum. Ég þekki það ekki persónulega.“ Heimir hefur haldið stíft í að spila á þeim mönnum sem komu liðinu á EM og þeir hafa átt sín sæti þó svo þeir séu ekki að spila. Jón Daði Böðvarsson var undantekningin gegn Kósóvó en hann hefur ekki skorað síðan í ágúst. „Það eru tvær leiðir í að velja lið. Velja það lið sem hefur reynst þér best og það gera margir. Svo er það leiðin að velja þá leikmenn sem eru í besta gírnum hverju sinni. Ég held að Heimir þurfi að fara að hugsa um að fara þarna bil beggja. Skoða stráka eins og Sverri Inga og Hörð Björgvin betur og það verður gaman að sjá þá gegn Írlandi. Það sem er líka vandamál Heimis er að ég hef aldrei séð þessa stráka sem eru númer svona 14 til 20 í hópnum stíga almennilega upp og taka stöðuna. Ég hef ekki enn sagt eftir einhvern vináttuleikinn að þessi gaur sé tilbúinn,“ segir Óskar og bætir við að Heimir landsliðsþjálfari sé ekki í auðveldri stöðu.Heimir í erfiðri stöðu „Þetta er snúið en spurningin er hvort Heimi takist að grípa inn á réttum tíma. Áður en þetta fer að vinna gegn honum. Hann hefur haldið hollustu við leikmenn sem áttu það svo sannarlega skilið en hvenær fer hollustan að vinna gegn liðinu? Það getur verið erfitt að finna punktinn sem gæti verið að koma. Ef honum tekst það þá kannski tekst honum að stöðva þessa niðursveiflu í spilamennsku liðsins. Árangurinn er frábær en spilamennskan er ekki sannfærandi og þar blikka rauðu ljósin.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Arnór, Emil og Gylfi draga sig úr hópnum fyrir leikinn gegn Írlandi Þrír leikmenn íslenska landsliðsins sem byrjuðu leikinn gegn Kósóvó verða ekki með liðinu í æfingarleiknum gegn Írlandi á þriðjudaginn en Emil, Gylfi og Arnór Ingvi meiddust allir í leik gærdagsins og hefur verið tekin ákvörðun um að senda þá til félagsliða sinna í nánari skoðun. 25. mars 2017 18:00 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Íslenska landsliðstreyjan setti nýtt sölumet hjá Errea Afrek íslenska landsliðsins á EM er heimsbyggðinni enn í fersku minni en sala íslensku landsliðstreyjunnar setti nýtt sölumet hjá ítalska framleiðandanum Errea. 26. mars 2017 20:15 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17
Arnór, Emil og Gylfi draga sig úr hópnum fyrir leikinn gegn Írlandi Þrír leikmenn íslenska landsliðsins sem byrjuðu leikinn gegn Kósóvó verða ekki með liðinu í æfingarleiknum gegn Írlandi á þriðjudaginn en Emil, Gylfi og Arnór Ingvi meiddust allir í leik gærdagsins og hefur verið tekin ákvörðun um að senda þá til félagsliða sinna í nánari skoðun. 25. mars 2017 18:00
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Íslenska landsliðstreyjan setti nýtt sölumet hjá Errea Afrek íslenska landsliðsins á EM er heimsbyggðinni enn í fersku minni en sala íslensku landsliðstreyjunnar setti nýtt sölumet hjá ítalska framleiðandanum Errea. 26. mars 2017 20:15