Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld.
Það var Cenk Tosun sem skoraði bæði mörkin en þau komu á 9. og 13. mínútu leiksins. Finnar náðu aldrei að koma til baka eftir þessa kröftugu byrjun heimamanna.
Tyrkir eru því komnir upp í þriðja sæti riðilsins með átta stig en Ísland er í fjórða sæti með sjö og getur komist í sterka stöðu á ný með sigri gegn Kósóvó á eftir.
Serbar unnu svo fínan 1-3 útisigur gegn Georgíu og skelltu sér um leið í toppsætið í D-riðli. Að minnsta kosti um stundarsakir.
Dusan Tadic, Aleksander Mitrovioc og Mijat Gacinovic skoruðu mörk Serbanna í kvöld. Nika Katcharavava skoraði mark Georgíu.
Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti


Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn


Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
