Lífið

Ætla að byggja nýtt Árbæjarheimili

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
 Fréttablaðið/GVA
Fréttablaðið/GVA
Það var stór stund hér í Árbænum þegar kirkjan var vígð 29. mars 1987 eftir sautján ár í byggingu. Að baki voru margir fundir, ótal hamarshögg og sjálfboðavinna fjölda fólks,“ segir séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn í Reykjavík.

Hann undirbýr nú, ásamt öðru starfsfólki Árbæjarkirkju og sjálfboðaliðum, þrjátíu ára vígsluafmæli guðshússins á morgun.  

Biskupinn, frú Agnes Sigurðardóttir, mun predika í hátíðamessu sem hefst klukkan 11 og margir úr starfsliði kirkjunnar koma að athöfninni, að sögn Þórs.

„Svo verður tekin skóflustunga að nýju safnaðarheimili og eftir það verður hátíðakaffi sem soroptismistakonur, kvenfélagið og sóknarnefndin sjá um þannig að fólk verður mettað andlega og líkamlega.“

 Safnaðarsalurinn er fyrir löngu orðinn of lítill, að sögn Þórs. 

„Fólk vill láta jarðsyngja sig frá sinni sóknarkirkju en við höfum oft þurft að fara út fyrir hverfið með fjölmennar erfidrykkjur. 

Við létum teikna nýjan sal fyrir hrun og ætlum að blása lífi í okkar fyrirætlanir að byggja Árbæjarheimili sem svarar kröfum nútímans um aðgengi fólks á gleði og sorgarstundum lífsins.“



Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×