Þýskaland áfram með fullt hús stiga | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. mars 2017 18:00 Þýskaland er með fullt hús stiga þegar C-riðill undankeppni HM í Rússlandi 2018 er hálfnaður eftir öruggan 4-1 sigur á Azerbaijan í Baku í dag en Azerbaijan varð með því fyrsta liðið til að skora hjá Þýskalandi í undankeppninni. Þýska liðið var mun sterkari aðilinn og var afar ógnandi frá fyrstu mínútu. Var því ekki hægt að segja annað en að forystan væri verðskulduð þegar Andre Schürrle kom Þýskalandi yfir á 19. mínútu en tíu mínútum síðar jöfnuðu heimamennn með marki frá Dimitrij Nazarov sem leikur með Aue í 2. deild í Þýskalandi. Gestirnir frá Þýskalandi létu þetta ekki slá sig út af laginu og fimm mínútum síðar var búið að bæta við marki, Thomas Müller þar á ferðinni eftir undirbúning Schurrle. Mario Gomez bætti við þriðja marki Þjóðverja undir lok fyrri hálfleiks og innsiglaði í raun sigurinn um leið. Schurrle var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok og gekk endanlega frá leiknum með öðru marki sínu og fjórða marki Þýskalands sem hefur áfram skorað að meðaltali fjögur mörk í leik í undankeppninni. Í sama riðli fóru Tékkar til San Marino og gengu frá heimamönnum strax í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 5-0 fyrir gestina frá Tékklandi. Þeir slökuðu á klónni í seinni hálfleik og bættu ekki við forskotið fyrr en undir lok leiksins. Þá vann Armenía 2-0 sigur á Kasakstan á heimavelli en Henrikh Mkhitaryan kom Armenum á bragðið eftir að Kasakar misstu mann af velli stuttu áður. Stuttu síðar bætti Aras Ozbiliz við öðru marki Armena og gerði út um leikinn. Kasakar eru því áfram í botnsæti riðilsins en Armenar eiga enn veika von á að berjast um sæti á HM í Rússlandi en þeir eru með sex stig eftir fimm umferðir en hafa nú unnið tvo leiki í röð.Úrslit dagsins: Armenía 2-0 Kasakstan Azerbaijan 1-4 Þýskaland England 2-0 Litháen San Marinó 0-6 Tékkland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Þýskaland er með fullt hús stiga þegar C-riðill undankeppni HM í Rússlandi 2018 er hálfnaður eftir öruggan 4-1 sigur á Azerbaijan í Baku í dag en Azerbaijan varð með því fyrsta liðið til að skora hjá Þýskalandi í undankeppninni. Þýska liðið var mun sterkari aðilinn og var afar ógnandi frá fyrstu mínútu. Var því ekki hægt að segja annað en að forystan væri verðskulduð þegar Andre Schürrle kom Þýskalandi yfir á 19. mínútu en tíu mínútum síðar jöfnuðu heimamennn með marki frá Dimitrij Nazarov sem leikur með Aue í 2. deild í Þýskalandi. Gestirnir frá Þýskalandi létu þetta ekki slá sig út af laginu og fimm mínútum síðar var búið að bæta við marki, Thomas Müller þar á ferðinni eftir undirbúning Schurrle. Mario Gomez bætti við þriðja marki Þjóðverja undir lok fyrri hálfleiks og innsiglaði í raun sigurinn um leið. Schurrle var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok og gekk endanlega frá leiknum með öðru marki sínu og fjórða marki Þýskalands sem hefur áfram skorað að meðaltali fjögur mörk í leik í undankeppninni. Í sama riðli fóru Tékkar til San Marino og gengu frá heimamönnum strax í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 5-0 fyrir gestina frá Tékklandi. Þeir slökuðu á klónni í seinni hálfleik og bættu ekki við forskotið fyrr en undir lok leiksins. Þá vann Armenía 2-0 sigur á Kasakstan á heimavelli en Henrikh Mkhitaryan kom Armenum á bragðið eftir að Kasakar misstu mann af velli stuttu áður. Stuttu síðar bætti Aras Ozbiliz við öðru marki Armena og gerði út um leikinn. Kasakar eru því áfram í botnsæti riðilsins en Armenar eiga enn veika von á að berjast um sæti á HM í Rússlandi en þeir eru með sex stig eftir fimm umferðir en hafa nú unnið tvo leiki í röð.Úrslit dagsins: Armenía 2-0 Kasakstan Azerbaijan 1-4 Þýskaland England 2-0 Litháen San Marinó 0-6 Tékkland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira