Skotsilfur Markaðarins: Spariféð í sveitina og sjóðirnir skoða næsta leik Ritstjórn Markaðarins skrifar 24. mars 2017 13:00 Nokkrir nafntogaðir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu eru óánægðir með sölu á 30 prósentum í Arion banka og ætla að færa bankaviðskipti sín til þeirra fjögurra sparisjóða sem eftir eru. Áður en þeir keyra sparifé sitt í næsta útibú á Hólmavík, eða í 233 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, ættu þeir að glugga í þriggja ára gamla skýrslu um erfiðleika og fall sparisjóðanna, kynna sér sögu Spron eða yfirstandandi rannsókn héraðssaksóknara á því hvernig AFL-sparisjóður á Siglufirði virðist hafa verið holaður að innan. Það hafa nefnilega ekki allir sparisjóðir verið reknir eins og Sparisjóður Suður-Þingeyinga þar sem Ari Teitsson ræður ríkjum.Jón Eggert hættur hjá Kviku Það kvarnaðist enn frekar úr hópi verðbréfamiðlara í markaðsviðskiptum Kviku banka í vikunni þegar Jón Eggert Hallsson sagði upp störfum í fyrradag. Hann var ráðinn til Straums fyrir tveimur árum sem sameinaðist skömmu síðar MP banka undir nafninu Kvika. Jón Eggert er annar miðlarinn sem lætur af störfum hjá Kviku á skömmum tíma en undir lok síðasta árs hætti Sigurður Hreiðar Jónsson hjá bankanum og stofnaði félagið Kletta Capital, sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina, ásamt Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni.Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi lífeyrissjóðanna.Skoða næsta leik Eftir viðræður við Kaupþing – með mislöngum hléum – í vel á annað ár er orðið ljóst að ekkert verður af kaupum lífeyrissjóðanna á hlut í Arion banka í lokuðu útboði. Þórarinn V. Þórarinsson, ráðgjafi sjóðanna, sagði í gær að það hefði vakið undrun hversu stór hlutur var seldur til erlendra fjárfesta og að Kaupþing hefði núna slitið öllum samningaviðræðum við sjóðina sem hefðu „varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup“. Það kæmi því ekki á óvart ef sjóðirnir skoði nú að fara fram á að Kaupþing bæti þeim upp ráðgjafarkostnað sem til hefur fallið vegna viðræðnanna.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Nokkrir nafntogaðir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu eru óánægðir með sölu á 30 prósentum í Arion banka og ætla að færa bankaviðskipti sín til þeirra fjögurra sparisjóða sem eftir eru. Áður en þeir keyra sparifé sitt í næsta útibú á Hólmavík, eða í 233 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, ættu þeir að glugga í þriggja ára gamla skýrslu um erfiðleika og fall sparisjóðanna, kynna sér sögu Spron eða yfirstandandi rannsókn héraðssaksóknara á því hvernig AFL-sparisjóður á Siglufirði virðist hafa verið holaður að innan. Það hafa nefnilega ekki allir sparisjóðir verið reknir eins og Sparisjóður Suður-Þingeyinga þar sem Ari Teitsson ræður ríkjum.Jón Eggert hættur hjá Kviku Það kvarnaðist enn frekar úr hópi verðbréfamiðlara í markaðsviðskiptum Kviku banka í vikunni þegar Jón Eggert Hallsson sagði upp störfum í fyrradag. Hann var ráðinn til Straums fyrir tveimur árum sem sameinaðist skömmu síðar MP banka undir nafninu Kvika. Jón Eggert er annar miðlarinn sem lætur af störfum hjá Kviku á skömmum tíma en undir lok síðasta árs hætti Sigurður Hreiðar Jónsson hjá bankanum og stofnaði félagið Kletta Capital, sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina, ásamt Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni.Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi lífeyrissjóðanna.Skoða næsta leik Eftir viðræður við Kaupþing – með mislöngum hléum – í vel á annað ár er orðið ljóst að ekkert verður af kaupum lífeyrissjóðanna á hlut í Arion banka í lokuðu útboði. Þórarinn V. Þórarinsson, ráðgjafi sjóðanna, sagði í gær að það hefði vakið undrun hversu stór hlutur var seldur til erlendra fjárfesta og að Kaupþing hefði núna slitið öllum samningaviðræðum við sjóðina sem hefðu „varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup“. Það kæmi því ekki á óvart ef sjóðirnir skoði nú að fara fram á að Kaupþing bæti þeim upp ráðgjafarkostnað sem til hefur fallið vegna viðræðnanna.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira