Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 19:00 Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ætla ekki að vanmeta lið Kósóvó sem er enn án sigurs í undankeppni HM 2018. Ísland mætir Kósóvó hér í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Þangað kom landsiðshópurinn í gær eftir að hafa dvalið þrjá daga í Parma við æfingar. Heimir nýtti tímann vel til að slípa saman leikmenn sem var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf slæmt að missa leikmenn sem hafa verið lengi í byrjunarliðinu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild í dag. „En við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og hafa litið mjög vel út á æfingum. Þetta eru ferskir, ungir leikmenn sem eru tilbúnir að sýna sig og sanna.“ „Þetta eru leikmenn sem hafa verið fyrir utan hópinn og verið tilbúnir í langan tíma. Nú er það þeirra að taka þetta tækifæri sem býðst.“ Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn hagnist af því að hafa verið lengi saman og þeir sem koma nýir inn nú hafi sömuleiðis fengið notið góðs af þáttöku í æfingaleikjum. „Þegar menn hafa verið saman jafn lengi vita allir hvað þeir eiga að gera. Leikskipulagið er alltaf eins og menn vita það. Janúarleikir hafa líka hjálpað til,“ segir Aron og bætir við að skilaboð til leikmanna eru alltaf þau sömu. „Menn vita því nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim þegar þeir koma inn á. Þá gildir gamla góða tuggan - maður kemur í manns stað.“ Landsliðsfyrirliðinn segir að andstæðingurinn á morgun sé sterkur, þrátt fyrir að það hafi verið öðruvísi að búa sig undir leik gegn Kósóvó en flestum öðrum landsliðum. Hann segir ljóst að það verði engin værukærð meðal leikmanna íslenska liðsins. „Ég sé það á æfingum að menn eru 100 prósent einbeittir á þetta. Þetta er verkefni sem við gerum allir saman. Þetta er það góður hópur að ef einhver er ekki með hausinn við þetta þá er næsti maður til í að segja honum það.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ætla ekki að vanmeta lið Kósóvó sem er enn án sigurs í undankeppni HM 2018. Ísland mætir Kósóvó hér í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Þangað kom landsiðshópurinn í gær eftir að hafa dvalið þrjá daga í Parma við æfingar. Heimir nýtti tímann vel til að slípa saman leikmenn sem var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf slæmt að missa leikmenn sem hafa verið lengi í byrjunarliðinu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild í dag. „En við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og hafa litið mjög vel út á æfingum. Þetta eru ferskir, ungir leikmenn sem eru tilbúnir að sýna sig og sanna.“ „Þetta eru leikmenn sem hafa verið fyrir utan hópinn og verið tilbúnir í langan tíma. Nú er það þeirra að taka þetta tækifæri sem býðst.“ Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn hagnist af því að hafa verið lengi saman og þeir sem koma nýir inn nú hafi sömuleiðis fengið notið góðs af þáttöku í æfingaleikjum. „Þegar menn hafa verið saman jafn lengi vita allir hvað þeir eiga að gera. Leikskipulagið er alltaf eins og menn vita það. Janúarleikir hafa líka hjálpað til,“ segir Aron og bætir við að skilaboð til leikmanna eru alltaf þau sömu. „Menn vita því nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim þegar þeir koma inn á. Þá gildir gamla góða tuggan - maður kemur í manns stað.“ Landsliðsfyrirliðinn segir að andstæðingurinn á morgun sé sterkur, þrátt fyrir að það hafi verið öðruvísi að búa sig undir leik gegn Kósóvó en flestum öðrum landsliðum. Hann segir ljóst að það verði engin værukærð meðal leikmanna íslenska liðsins. „Ég sé það á æfingum að menn eru 100 prósent einbeittir á þetta. Þetta er verkefni sem við gerum allir saman. Þetta er það góður hópur að ef einhver er ekki með hausinn við þetta þá er næsti maður til í að segja honum það.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sjá meira