Innlent

Hlín huldi andlit sitt í héraðsdómi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hlín Einarsdóttir mætir í héraðsdóm í morgun ásamt Kolbrúnu Garðarsdóttur verjanda sínum.
Hlín Einarsdóttir mætir í héraðsdóm í morgun ásamt Kolbrúnu Garðarsdóttur verjanda sínum. vísir/gva
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun klukkan 9:15. Hlín huldi andlit sitt þegar hún mætti í héraðsdóm í morgun líkt og við þingfestingu málsins.

Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin standi til klukkan 16:15 en þinghaldið er lokað þar sem hluti ákærunnar snýr að nauðgunarkæru sem Hlín lagði fram sumarið 2015. Það þýðir að almenningi og blaðamönnum er meinaður aðgangur að réttarhöldunum.

Systurnar eru annars vegar ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015 og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl 2015.

Nánar má lesa um ákæruna hér.

Malín Brand mætir í héraðsdóm í morgun.vísir/gva

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×