Ingunn og Katrín skammaðar fyrir að faðmast í Grafarvogslaug Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2017 18:45 Katrín Sigurbergsdóttir og Ingunn Anna Ragnarsdóttir skelltu sér í Grafarvogslaug í gær þar sem þær lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu eftir að hafa faðmast í lauginni. Aðsend/Reykjavik.is „Auðvitað á maður ekki að þegja yfir svona hlutum,“ segir Ingunn Anna Ragnarsdóttir um sundlaugarferð hennar og Katrínar Sigurbergsdóttur í Grafarvogslaug í gær. Þar fengu þær tiltal frá starfsmanni laugarinnar fyrir að faðmast en starfsmaðurinn sagðist hafa fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem varð svo misboðið við að sjá þær tvær faðmast að hann fór upp úr lauginni. Þær greindu frá málinu á Facebook í gær og fengu í kjölfarið afsökunarbeiðni frá Þórgný Thoroddsen, formanni íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Um eitt og hálft ár er síðan þær Ingunn Anna og Katrín fóru að vera saman sem par en þær segja þessa uppákomu hafa dregið þær heldur harkalega af því bleika skýi sem þær hafa verið á síðan þær byrjuðu saman.Katrín og Ingunn hafa verið saman í um eitt og hálft ár.AðsendSkammaðar fyrir framan alla „Við erum að faðmast og erum að hlæja og tala saman. Jú, við erum nálægt hvor annarri en það er allt of sumt. Svo eftir einhvern tíma kemur þessi starfsmaður til okkar og segir að hann hafi fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem sagði að hann gæti ekki setið þarna og horft á okkur káfa á hvor annarri og að þetta væri rosalegt og honum þætti þetta ógeðslegt og að hann hefði farið upp úr lauginni út af okkur,“ segir Ingunn þegar hún lýsir atvikinu í samtali við Vísi. „Svo kom starfsmaðurinn með ásökunartón og byrjaði bara að skamma okkur fyrir framan alla,“ segir Ingunn.Sagðist hafa unnið lengi að mannréttindum fólks Sundlaugarvörðurinn hafði tekið fram að maðurinn sem kvartaði hefði tilkynnt sér að hann hefði lengi unnið að mannréttindum fólks en það væri ekki í boði að horfa á fólk káfa hvort á öðru fyrir framan hann. Ingunn segir þær hafa tekið þessu illa. „Katrín reiddist og fór að spyrja nánar út í þetta og hvað hann ætti við með þessu og hvort hann sæi ekki sjálfur að við værum ekki að káfa á hvor annarri þarna ofan í og sagði honum til. Hann endaði á að bakka með þetta og sagði að hann hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Ingunn.Sú sem var við hlið þeirra sagði þessa uppákomu fáránlega Hún segir að við hliðina á þeim hafi verið stelpa sem gaf sig á tal við þær eftir að sundlaugarvörðurinn hafði horfið á braut. „Hún sagðist sjálf hafa næstum því farið að skipta sér af því henni fannst þessi framkoma sundlaugarvarðarins fáránleg.“ Eftir að hafa greint frá atvikinu á Facebook hafði Þórgnýr Thoroddsen samband við þær og bað þær afsökunar. „Við þökkuðum honum fyrir það og okkur fannst það mjög vel gert af honum.“ Þá hafði Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, samband við þær og sagði þær Katrínu og Ingunni njóta stuðnings frá þeim í þessu máli.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.VísirSjálfsagt mál að fólk faðmist Þórgnýr segist í samtali við Vísi hafa sent þeim Katrínu og Ingunni skeyti á Facebook þar sem hann kom því á hreint að fólk má faðmast í sundlaugum Reykjavíkurborgar. „Það er alveg sjálfsagt mál að fólk faðmist, hvort sem það er í sundlaug eða úti á næsta götuhorni,“ segir Þórgnýr. Hann segist vita til þess að forstöðufólk taki mark á svona umfjöllun og að hann hafi haft fregnir af því að þau hafi skoðað málið.Draga lærdóm af þessu Þórgnýr segir það sama gilda um alla þegar þeir fara í sund, ákveðin viðmið og reglur gilda. Höfð eru afskipti af fólki ef það gerist of náið í sundlaug. „En það virðist ekki hafa verið í þetta skiptið,“ segir Þórgnýr sem segir að svona lagað eigi ekki að eiga sér stað líkt og þær Katrín og Ingunn urðu fyrir. „Við gerum okkar besta að draga lærdóm af þessu.“ Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
„Auðvitað á maður ekki að þegja yfir svona hlutum,“ segir Ingunn Anna Ragnarsdóttir um sundlaugarferð hennar og Katrínar Sigurbergsdóttur í Grafarvogslaug í gær. Þar fengu þær tiltal frá starfsmanni laugarinnar fyrir að faðmast en starfsmaðurinn sagðist hafa fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem varð svo misboðið við að sjá þær tvær faðmast að hann fór upp úr lauginni. Þær greindu frá málinu á Facebook í gær og fengu í kjölfarið afsökunarbeiðni frá Þórgný Thoroddsen, formanni íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Um eitt og hálft ár er síðan þær Ingunn Anna og Katrín fóru að vera saman sem par en þær segja þessa uppákomu hafa dregið þær heldur harkalega af því bleika skýi sem þær hafa verið á síðan þær byrjuðu saman.Katrín og Ingunn hafa verið saman í um eitt og hálft ár.AðsendSkammaðar fyrir framan alla „Við erum að faðmast og erum að hlæja og tala saman. Jú, við erum nálægt hvor annarri en það er allt of sumt. Svo eftir einhvern tíma kemur þessi starfsmaður til okkar og segir að hann hafi fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem sagði að hann gæti ekki setið þarna og horft á okkur káfa á hvor annarri og að þetta væri rosalegt og honum þætti þetta ógeðslegt og að hann hefði farið upp úr lauginni út af okkur,“ segir Ingunn þegar hún lýsir atvikinu í samtali við Vísi. „Svo kom starfsmaðurinn með ásökunartón og byrjaði bara að skamma okkur fyrir framan alla,“ segir Ingunn.Sagðist hafa unnið lengi að mannréttindum fólks Sundlaugarvörðurinn hafði tekið fram að maðurinn sem kvartaði hefði tilkynnt sér að hann hefði lengi unnið að mannréttindum fólks en það væri ekki í boði að horfa á fólk káfa hvort á öðru fyrir framan hann. Ingunn segir þær hafa tekið þessu illa. „Katrín reiddist og fór að spyrja nánar út í þetta og hvað hann ætti við með þessu og hvort hann sæi ekki sjálfur að við værum ekki að káfa á hvor annarri þarna ofan í og sagði honum til. Hann endaði á að bakka með þetta og sagði að hann hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Ingunn.Sú sem var við hlið þeirra sagði þessa uppákomu fáránlega Hún segir að við hliðina á þeim hafi verið stelpa sem gaf sig á tal við þær eftir að sundlaugarvörðurinn hafði horfið á braut. „Hún sagðist sjálf hafa næstum því farið að skipta sér af því henni fannst þessi framkoma sundlaugarvarðarins fáránleg.“ Eftir að hafa greint frá atvikinu á Facebook hafði Þórgnýr Thoroddsen samband við þær og bað þær afsökunar. „Við þökkuðum honum fyrir það og okkur fannst það mjög vel gert af honum.“ Þá hafði Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, samband við þær og sagði þær Katrínu og Ingunni njóta stuðnings frá þeim í þessu máli.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.VísirSjálfsagt mál að fólk faðmist Þórgnýr segist í samtali við Vísi hafa sent þeim Katrínu og Ingunni skeyti á Facebook þar sem hann kom því á hreint að fólk má faðmast í sundlaugum Reykjavíkurborgar. „Það er alveg sjálfsagt mál að fólk faðmist, hvort sem það er í sundlaug eða úti á næsta götuhorni,“ segir Þórgnýr. Hann segist vita til þess að forstöðufólk taki mark á svona umfjöllun og að hann hafi haft fregnir af því að þau hafi skoðað málið.Draga lærdóm af þessu Þórgnýr segir það sama gilda um alla þegar þeir fara í sund, ákveðin viðmið og reglur gilda. Höfð eru afskipti af fólki ef það gerist of náið í sundlaug. „En það virðist ekki hafa verið í þetta skiptið,“ segir Þórgnýr sem segir að svona lagað eigi ekki að eiga sér stað líkt og þær Katrín og Ingunn urðu fyrir. „Við gerum okkar besta að draga lærdóm af þessu.“
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira