Rússíbanareið krónunnar Stjórnarmaðurinn skrifar 20. mars 2017 11:30 Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík. Einhvers konar stöðugleika var náð þótt fylgismenn hins óhefta og frjálsa markaðar þyrftu tímabundið að halda fyrir nefið. Höftin þjónuðu tilgangi sínum og komu í veg fyrir að lífskjaraskerðing þjóðarinnar eftir hrun yrði meiri en hún varð. Nú tæpum níu árum seinni hafa höftin verið afnumin. Sennilegast er að í þetta skiptið hafi hugsunarháttur þeirra stjórnmálamanna sem tilkynntu um ákvörðunina verið sá að veikja krónuna handvirkt. Staðan er nefnilega sú að sterkt gengi er farið að hafa veruleg áhrif á sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar. Áhugavert í því samhengi var að heyra forstjóra leitarvélarinnar Dohop benda á að fyrirtækið yrði af um fjórðungi tekna sinna á þessu ári vegna styrkingar krónunnar. Munar um minna og þá sérstaklega fyrir minni félög í örum vexti. Krónan er enn og aftur farin að láta á sér kræla sem skaðvaldur atvinnulífsins. Fyrir stjórnvöld er hins vegar er mun jákvæðara að tilkynna um afnám hafta en gengisfellingu. Þótt krónan hafi tímabundið gefið eftir er fátt sem bendir til annars en að hún styrkist fremur en hitt. Ísland er skuldlaust og hér ríkir hagvöxtur sem varla þekkist annars staðar. Tvær milljónir ferðamanna er vissulega mikil aukning frá því sem áður var, en er alls ekki mikið í stóra samhenginu. Er eitthvað sem segir að við getum ekki átt von á tvöfalt fleiri ferðamönnum innan örfárra ára? Þá mega gjaldeyriskaup Seðlabankans sín lítils. Sama gildir um vaxtalækkanir af ofurvöxtunum sem hér ríkja að jafnaði. Vopnabúr Seðlabankans er bert. Mörgum er starsýnt á að krónan hafi hjálpað okkur við endurreisnina eftir hrun. Það er mikið til í því, en hin hliðin á peningnum er sú að hún átti líka stóran hlut í að koma okkur í klandrið til að byrja með. Í fyrirtækjarekstri er mikið unnið með því að þekkja sem flestar breytur og lágmarka með því áhættu í rekstrinum. Þannig er sennilega farsælla til lengri tíma að baka ágætt brauð alla daga, fremur en að baka stórkostlegan hleif einn daginn, en óætan þann næsta Gildir ekki það sama í peningamálum þjóðar?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík. Einhvers konar stöðugleika var náð þótt fylgismenn hins óhefta og frjálsa markaðar þyrftu tímabundið að halda fyrir nefið. Höftin þjónuðu tilgangi sínum og komu í veg fyrir að lífskjaraskerðing þjóðarinnar eftir hrun yrði meiri en hún varð. Nú tæpum níu árum seinni hafa höftin verið afnumin. Sennilegast er að í þetta skiptið hafi hugsunarháttur þeirra stjórnmálamanna sem tilkynntu um ákvörðunina verið sá að veikja krónuna handvirkt. Staðan er nefnilega sú að sterkt gengi er farið að hafa veruleg áhrif á sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar. Áhugavert í því samhengi var að heyra forstjóra leitarvélarinnar Dohop benda á að fyrirtækið yrði af um fjórðungi tekna sinna á þessu ári vegna styrkingar krónunnar. Munar um minna og þá sérstaklega fyrir minni félög í örum vexti. Krónan er enn og aftur farin að láta á sér kræla sem skaðvaldur atvinnulífsins. Fyrir stjórnvöld er hins vegar er mun jákvæðara að tilkynna um afnám hafta en gengisfellingu. Þótt krónan hafi tímabundið gefið eftir er fátt sem bendir til annars en að hún styrkist fremur en hitt. Ísland er skuldlaust og hér ríkir hagvöxtur sem varla þekkist annars staðar. Tvær milljónir ferðamanna er vissulega mikil aukning frá því sem áður var, en er alls ekki mikið í stóra samhenginu. Er eitthvað sem segir að við getum ekki átt von á tvöfalt fleiri ferðamönnum innan örfárra ára? Þá mega gjaldeyriskaup Seðlabankans sín lítils. Sama gildir um vaxtalækkanir af ofurvöxtunum sem hér ríkja að jafnaði. Vopnabúr Seðlabankans er bert. Mörgum er starsýnt á að krónan hafi hjálpað okkur við endurreisnina eftir hrun. Það er mikið til í því, en hin hliðin á peningnum er sú að hún átti líka stóran hlut í að koma okkur í klandrið til að byrja með. Í fyrirtækjarekstri er mikið unnið með því að þekkja sem flestar breytur og lágmarka með því áhættu í rekstrinum. Þannig er sennilega farsælla til lengri tíma að baka ágætt brauð alla daga, fremur en að baka stórkostlegan hleif einn daginn, en óætan þann næsta Gildir ekki það sama í peningamálum þjóðar?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira