Leit af tengdasyninum með standpínuna eitt augnablik og dóttirin varð ólétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2017 12:00 Það er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla hjá þeim Íslendingum sem lögðu leið sína til Frakklands síðastliðið sumar og fylgdust með strákunum okkar í eldlínunni á EM í sumar. Fáir voru pressari en parið Hafdís Kristinsdóttir og Jón Friðrik Sigurðarson. Parið varð á vegi fréttateymis Vísis sem hafði fyrir sið að heilsa upp á stuðningsmenn í beinni útsendingu fyrir og eftir hvern einasta leik strákanna okkar og taka púlsinn. Í þetta skiptið var um lokaleikinn í riðlinum að ræða, gegn Austurríki, þar sem okkar menn voru í bullandi séns að komast í sextán liða úrslit með hagstæðum úrslitum.Alltaf með standpínu Hafdís og Jón Friðrik voru stödd fyrir utan Rauðu Mylluna í París ásamt mörg hundruð stuðningsmönnum Íslands þar sem sólin skein og Víkingaklöpp dunuðu. Undirritaður tók púlsinn á Hafdísi, Jóni Friðriki og Kristínu Höllu, móður Hafdísar, en óhætt er að segja að svör Jóns Friðriks hafi vakið mikla athygli þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera staddur í Frakklandi með sínum uppáhaldskonum. „Maður er bara eiginlega alltaf með standpínu,“ sagði Jón Friðrik og er óhætt að segja að hann hafi sett fréttamann, unnustu sína og tengdamóður út af laginu með tilsvari sínu. Fótboltamiðilinn 433.is skrifaði frétt um þessa uppákomu á sínum tíma sem vakti mikla athygli. Svo mikla að nú níu mánuðum síðar rifjar Hafdís upp fréttina af því tilefni að óðum styttist í að þau Jón Friðrik eignist barn.„Þvílík tilviljun að það sé um það bil fullur meðgöngutími síðan Jón sagði í beinni útsendingu frá Frakklandi með tengdamömmu sina sér við hlið að hann væri nú alltaf með standpínu. Þarna er klár viðvörunarbjalla sem ég hunsaði og ligg nú afvelta með belginn upp í loft og bíð þess að fá afraksturinn í hendurnar,“ sagði Hafdís í færslu á Facebook. Hún hefur augljóslega mikinn húmor fyrir uppákomunni líkt og Jón sem er reglulega minntur á viðtalið af vinum sínum og vinnufélögum. Kristín Halla lætur ekkert slá sig útaf laginu og grípur boltann á lofti: „Ég skil þetta ekki, fór með tl Parísar og við gistum í sama herbergi og Dísa. Ég vildi passa upp á að ekkert ósiðlegt væri í gangi, þau eru sko ekki gift. En ég vaknaði á undan þeim og fór í göngutúr, treysti á að þau væru þreytt og svæfu áfram. Sennilega vanhugsað hjá mér. En samt sem áður þá er þessi þungun velkomin og gleðileg.“ Hafdís er sett þann 11. apríl og segist í samtali við Vísi vera orðin vön ýmsu með honum Jóni Friðriki sínum. Rétt er að taka fram að Hafdís var gallhörð að Ísland hefði betur gegn Austurríki og færi áfram sem svo sannarlega varð raunin.Að neðan má sjá viðtölin við stuðningsmennina 22. júní síðastliðið sumar en fjölskyldan hressa er í spjalli eftir um fjórar mínútur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Það er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla hjá þeim Íslendingum sem lögðu leið sína til Frakklands síðastliðið sumar og fylgdust með strákunum okkar í eldlínunni á EM í sumar. Fáir voru pressari en parið Hafdís Kristinsdóttir og Jón Friðrik Sigurðarson. Parið varð á vegi fréttateymis Vísis sem hafði fyrir sið að heilsa upp á stuðningsmenn í beinni útsendingu fyrir og eftir hvern einasta leik strákanna okkar og taka púlsinn. Í þetta skiptið var um lokaleikinn í riðlinum að ræða, gegn Austurríki, þar sem okkar menn voru í bullandi séns að komast í sextán liða úrslit með hagstæðum úrslitum.Alltaf með standpínu Hafdís og Jón Friðrik voru stödd fyrir utan Rauðu Mylluna í París ásamt mörg hundruð stuðningsmönnum Íslands þar sem sólin skein og Víkingaklöpp dunuðu. Undirritaður tók púlsinn á Hafdísi, Jóni Friðriki og Kristínu Höllu, móður Hafdísar, en óhætt er að segja að svör Jóns Friðriks hafi vakið mikla athygli þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera staddur í Frakklandi með sínum uppáhaldskonum. „Maður er bara eiginlega alltaf með standpínu,“ sagði Jón Friðrik og er óhætt að segja að hann hafi sett fréttamann, unnustu sína og tengdamóður út af laginu með tilsvari sínu. Fótboltamiðilinn 433.is skrifaði frétt um þessa uppákomu á sínum tíma sem vakti mikla athygli. Svo mikla að nú níu mánuðum síðar rifjar Hafdís upp fréttina af því tilefni að óðum styttist í að þau Jón Friðrik eignist barn.„Þvílík tilviljun að það sé um það bil fullur meðgöngutími síðan Jón sagði í beinni útsendingu frá Frakklandi með tengdamömmu sina sér við hlið að hann væri nú alltaf með standpínu. Þarna er klár viðvörunarbjalla sem ég hunsaði og ligg nú afvelta með belginn upp í loft og bíð þess að fá afraksturinn í hendurnar,“ sagði Hafdís í færslu á Facebook. Hún hefur augljóslega mikinn húmor fyrir uppákomunni líkt og Jón sem er reglulega minntur á viðtalið af vinum sínum og vinnufélögum. Kristín Halla lætur ekkert slá sig útaf laginu og grípur boltann á lofti: „Ég skil þetta ekki, fór með tl Parísar og við gistum í sama herbergi og Dísa. Ég vildi passa upp á að ekkert ósiðlegt væri í gangi, þau eru sko ekki gift. En ég vaknaði á undan þeim og fór í göngutúr, treysti á að þau væru þreytt og svæfu áfram. Sennilega vanhugsað hjá mér. En samt sem áður þá er þessi þungun velkomin og gleðileg.“ Hafdís er sett þann 11. apríl og segist í samtali við Vísi vera orðin vön ýmsu með honum Jóni Friðriki sínum. Rétt er að taka fram að Hafdís var gallhörð að Ísland hefði betur gegn Austurríki og færi áfram sem svo sannarlega varð raunin.Að neðan má sjá viðtölin við stuðningsmennina 22. júní síðastliðið sumar en fjölskyldan hressa er í spjalli eftir um fjórar mínútur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira