Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 09:55 Thomas Moller Olsen hefur verið ákærður. Vísir/Anton Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar, svipt Birnu Brjánsdóttir lífi. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hinn þrítugi Møller Olsen hafi veist með ofbeldi að Birnu, í bifreið af gerðinni Kia Rio, sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn „og/eða á öðrum óþekktum stað, og [slegið] hana ítrekað í andlit og höfuð, [tekið] hana kverkataki og [hert] kröftuglega að hálsi hennar.“ Segir að Birna hafi nefbrotnað og hlotið marga höggáverka í andliti. Í ákæru kemur enn fremur fram að ákærði hafi í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Lík Birnu fannst sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Olsen er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 19. janúar í káetu sem hann hafði til umráða í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq, haft í vörslum sínum 23.424 grömm af kannabisefnum, sem ákærði hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Þess er krafist að ákræði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Foreldrar Birnu krefjast að auki að Møller Olsen greiði hvoru um sig 10.550.000 krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta. Mál Møller Olsen verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu á morgun.Var birt ákæran á fimmtudag Thomasi var birt ákæran á fimmtudag. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á morgun, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag Var birt ákæran í morgun. 6. apríl 2017 17:18 Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar, svipt Birnu Brjánsdóttir lífi. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hinn þrítugi Møller Olsen hafi veist með ofbeldi að Birnu, í bifreið af gerðinni Kia Rio, sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn „og/eða á öðrum óþekktum stað, og [slegið] hana ítrekað í andlit og höfuð, [tekið] hana kverkataki og [hert] kröftuglega að hálsi hennar.“ Segir að Birna hafi nefbrotnað og hlotið marga höggáverka í andliti. Í ákæru kemur enn fremur fram að ákærði hafi í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Lík Birnu fannst sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Olsen er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 19. janúar í káetu sem hann hafði til umráða í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq, haft í vörslum sínum 23.424 grömm af kannabisefnum, sem ákærði hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Þess er krafist að ákræði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Foreldrar Birnu krefjast að auki að Møller Olsen greiði hvoru um sig 10.550.000 krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta. Mál Møller Olsen verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu á morgun.Var birt ákæran á fimmtudag Thomasi var birt ákæran á fimmtudag. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á morgun, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag Var birt ákæran í morgun. 6. apríl 2017 17:18 Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24