Fótbolti

Hannes hélt hreinu í langþráðum sigri Randers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hannes og félagar unnu loksins leik.
Hannes og félagar unnu loksins leik. vísir/getty
Randers vann afar langþráðan sigur á Horsens, 2-0, í slag tveggja Íslendingaliða í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fyrir leikinn í kvöld hafði Randers leikið níu leiki í röð án þess að vinna. Það var því væntanlega þungu fargi létt af Ólafi Kristjánssyni, þjálfara liðsins, eftir sigurinn í kvöld.

Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers og hélt því hreinu. Fyrrum samherji hans hjá KR, Kjartan Henry Finnbogason, lék allan leikinn fyrir Horsens. Elfar Freyr Helgason sat allan tímann á varamannabekknum hjá Horsens.

Í hinum leik kvöldsins vann OB 3-0 sigur á Esbjerg. Guðlaugur Victor Pálsson er fyrirliði Esbjerg og lék að venju allan leikinn í kvöld.

Esbjerg er án sigurs í síðustu sex leikjum en liðið er í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Randers situr á toppi hans og Horsens er í 3. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×