Niðurstaðan nálægt því sem saksóknari fór fram á Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2017 20:15 Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. Systurnar voru ekki viðstaddar dómsuppkvaðningu í dag. Þær voru handteknar í maí 2015 þegar þær voru að sækja pakka sem þær töldu innihalda átta milljónir króna sem þær reyndu að kúga af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra. Ef hann greiddi þeim ekki fyrrgreinda upphæð myndu þær upplýsa um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs við Vefpressuna. Þær rituðu honum tvö bréf en forsætisráðherrann lét lögregluna vita af málinu sem þegar skarst í leikinn. Eftir að fjárkúgunin gegn forsætisráðherra varð opinber greindi fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar frá því að systurnar hefðu í mánuðinum á undan kúgað hann til að greiða þeim 700 þúsund krónur, með hótunum um að kæra hann annars fyrir að hafa nauðgað Hlín. „Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé í nokkru samræmi við það, en ákærðu voru að minnsta kosti báðar sakfelldar. Ég er ekki búin að lesa yfir dómsniðurstöðuna þannig að það liggur ekki fyrir hverjar forsendurnar eru,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari, aðspurð hvort dómurinn sé í samræmi við kröfur ríkissaksóknara. Þá segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand, að dómurinn sé þyngri en hann hafi átt von á. Nú þurfi að ákveða næstu skref, en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort málinu verði áfrýjað eða ekki. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. Systurnar voru ekki viðstaddar dómsuppkvaðningu í dag. Þær voru handteknar í maí 2015 þegar þær voru að sækja pakka sem þær töldu innihalda átta milljónir króna sem þær reyndu að kúga af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra. Ef hann greiddi þeim ekki fyrrgreinda upphæð myndu þær upplýsa um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs við Vefpressuna. Þær rituðu honum tvö bréf en forsætisráðherrann lét lögregluna vita af málinu sem þegar skarst í leikinn. Eftir að fjárkúgunin gegn forsætisráðherra varð opinber greindi fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar frá því að systurnar hefðu í mánuðinum á undan kúgað hann til að greiða þeim 700 þúsund krónur, með hótunum um að kæra hann annars fyrir að hafa nauðgað Hlín. „Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé í nokkru samræmi við það, en ákærðu voru að minnsta kosti báðar sakfelldar. Ég er ekki búin að lesa yfir dómsniðurstöðuna þannig að það liggur ekki fyrir hverjar forsendurnar eru,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari, aðspurð hvort dómurinn sé í samræmi við kröfur ríkissaksóknara. Þá segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand, að dómurinn sé þyngri en hann hafi átt von á. Nú þurfi að ákveða næstu skref, en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort málinu verði áfrýjað eða ekki.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45
Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51
Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41