Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2017 11:45 Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt systurnar Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá eru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu. Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Að því er sagði í ákæru kröfðust systrurnar átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinu Malín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Claessen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín að því er kom fram í ákæru.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 12:09. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar játa í fjárkúgunarmáli forsætisráðherra en neita í nauðgunarmálinu Hlín Einarsdóttir og Malín Brand komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar mál héraðssaksóknara á hendur þeim var þingfest. 14. nóvember 2016 13:48 Hlín huldi andlit sitt í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun klukkan 9:15. Hlín huldi andlit sitt þegar hún mætti í héraðsdóm í morgun líkt og við þingfestingu málsins. 21. mars 2017 11:12 Aðalmeðferð í máli Hlínar og Malínar hefst í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hefst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. mars 2017 08:53 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt systurnar Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá eru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu. Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Að því er sagði í ákæru kröfðust systrurnar átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinu Malín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Claessen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín að því er kom fram í ákæru.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 12:09.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar játa í fjárkúgunarmáli forsætisráðherra en neita í nauðgunarmálinu Hlín Einarsdóttir og Malín Brand komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar mál héraðssaksóknara á hendur þeim var þingfest. 14. nóvember 2016 13:48 Hlín huldi andlit sitt í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun klukkan 9:15. Hlín huldi andlit sitt þegar hún mætti í héraðsdóm í morgun líkt og við þingfestingu málsins. 21. mars 2017 11:12 Aðalmeðferð í máli Hlínar og Malínar hefst í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hefst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. mars 2017 08:53 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Systurnar játa í fjárkúgunarmáli forsætisráðherra en neita í nauðgunarmálinu Hlín Einarsdóttir og Malín Brand komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar mál héraðssaksóknara á hendur þeim var þingfest. 14. nóvember 2016 13:48
Hlín huldi andlit sitt í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun klukkan 9:15. Hlín huldi andlit sitt þegar hún mætti í héraðsdóm í morgun líkt og við þingfestingu málsins. 21. mars 2017 11:12
Aðalmeðferð í máli Hlínar og Malínar hefst í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hefst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. mars 2017 08:53