Segja mannleg mistök hafa valdið skekkju í mengunarmælingum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. apríl 2017 13:23 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Mannleg mistök leiddu til þess að sýni í efnamælingum í Helguvík sem send voru til Svíþjóðar til greiningar voru greind með fimmfalt hærra magn málma en raun var. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkurannsóknum ehf, sem annast efnarannsóknir á svæðinu. „Líkt og kunnugt er kom upp óeðlilegt frávik í efnamælingum Orkurannsókna ehf í Helguvík sem gáfu vísbendingar um að mæliskekkja hefði átt sér stað við greiningu á málmum í ryksýnum, þar á meðal arsens,“ segir í tilkynningunni. Í kjölfarið vr farið yfir þau gögn sem voru til staðar og verkferla við sýnasöfnun, auk þess sem ALS Global, sem annast úrvinnslu og greiningar á þeim sýnum sem Orkurannsóiknir safna fóru yfir verkferla sína. „Við skoðun hjá ALS hefur komið í ljós að mannleg mistök hjá þeim leiddu til þess að sýnin sem send voru til Svíþjóðar voru greind með fimmfalt hærra magn málma en raun var.“ ALS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma þessi mistök og árétta að þeir muni fara yfir sína verkferla til að fyrirbyggja slík mistök í framtíðinni. „Orkurannsóknir ítreka að fyrirtækið fylgir ítrustu gæðaferlum og viðheldur viðurkenndum vinnubrögðum við umhverfis- og efnamælingar.“Mbl.is greindi frá því í gær að niðurstöður nýrra mælinga úr mælistöðinni við Hólmgrsbraut séu svipaðar og áður en verksmiðja United Silicon í Reykjanesbæ var gangsett og sýna magn arsens í andrúmsloftinu rétt rúmlega 1 ng/m3. Í sendingu sem innihélt sýni sem tekin voru rétt áður og eftir að starfsemin hófst í verksmiðjunni, mældust öll sýni á bilinu 6-7 ng/m3. United Silicon Tengdar fréttir Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14 Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35 Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30 Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Mannleg mistök leiddu til þess að sýni í efnamælingum í Helguvík sem send voru til Svíþjóðar til greiningar voru greind með fimmfalt hærra magn málma en raun var. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkurannsóknum ehf, sem annast efnarannsóknir á svæðinu. „Líkt og kunnugt er kom upp óeðlilegt frávik í efnamælingum Orkurannsókna ehf í Helguvík sem gáfu vísbendingar um að mæliskekkja hefði átt sér stað við greiningu á málmum í ryksýnum, þar á meðal arsens,“ segir í tilkynningunni. Í kjölfarið vr farið yfir þau gögn sem voru til staðar og verkferla við sýnasöfnun, auk þess sem ALS Global, sem annast úrvinnslu og greiningar á þeim sýnum sem Orkurannsóiknir safna fóru yfir verkferla sína. „Við skoðun hjá ALS hefur komið í ljós að mannleg mistök hjá þeim leiddu til þess að sýnin sem send voru til Svíþjóðar voru greind með fimmfalt hærra magn málma en raun var.“ ALS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma þessi mistök og árétta að þeir muni fara yfir sína verkferla til að fyrirbyggja slík mistök í framtíðinni. „Orkurannsóknir ítreka að fyrirtækið fylgir ítrustu gæðaferlum og viðheldur viðurkenndum vinnubrögðum við umhverfis- og efnamælingar.“Mbl.is greindi frá því í gær að niðurstöður nýrra mælinga úr mælistöðinni við Hólmgrsbraut séu svipaðar og áður en verksmiðja United Silicon í Reykjanesbæ var gangsett og sýna magn arsens í andrúmsloftinu rétt rúmlega 1 ng/m3. Í sendingu sem innihélt sýni sem tekin voru rétt áður og eftir að starfsemin hófst í verksmiðjunni, mældust öll sýni á bilinu 6-7 ng/m3.
United Silicon Tengdar fréttir Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14 Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35 Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30 Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14
Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56
Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35
Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30
Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55