Enn skal á það reyna Gunnlaugur Stefánsson skrifar 6. apríl 2017 07:00 Nú gera áætlanir laxeldisiðjunnar ráð fyrir allt að 200 þúsund tonna ársframleiðslu með laxeldi í opnum kvíum við íslenskar strendur og þar af 90 þúsund tonnum á Austfjörðum. Útlendingar standa að útrásinni og hvergi í stjórnkerfinu er spurt um uppruna framkvæmdafjárins. Það virðist mikill munur á því hvort fjárfest er í bönkum eða sjó á Íslandi. Og allt fæst þetta nánast ókeypis á sama tíma og íslenskur sjávarútvegur greiðir veiðigjöld og strangar takmarkanir eru í gildi á eignarheimildum útlendinga í útveginum. Reynslan af laxeldisiðjunni í nágrannalöndum er svo slæm, að víðast er hætt að gefa út ný leyfi fyrir opnu sjókvíaeldi. Það staðfesti t.d. hæstiréttur land-og umhverfisverndar í Svíþjóð í nýlegum dómum. En hér á landi virðist flest leyfilegt. Engin ný tækni hefur komið fram í opnu sjókvíaeldi með kynbættan norskan laxfisk sem kemur í veg fyrir umhverfistjón. Fiskur sleppur í umtalsverðum mæli og blandast villtum stofnum, sjúkdómar og lús grassera í mergðinni í kvíunum með óhjákvæmilegri lyfjanotkun, og mengun vegna úrgangs er hrikaleg. Þetta blasir við af reynslunni í nágrannalöndum. Umræðan erlendis um skaðann af eldinu er nú að þyngjast og líklegt að eldisfiskur muni eiga undir högg að sækja á matvælamörkuðum í framtíðinni. Ísland á hér mikilla hagsmuna að gæta, enda þekkt af því að bjóða ferskar afurðir úr náttúrlegu og vistvænu umhverfi. Sama ímynd vegur þungt fyrir ferðaþjónustuna og verið styrkur Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál. Vegið er að þessum hagsmunum vegna leiftursóknar útlendinga með risalaxeldi í íslenskum sjó af því að lokað hefur verið á frekari útþenslu þeirra í nágrannalöndunum. Svo þegar tjónið blasir við hér á landi, þá liggur ekkert fyrir um það hverjir bera ábyrgðina og hvernig bæta eigi fyrir skaðann. Við erum þegar farin að kynnast því í ítrekuðum slysasleppingum fiska úr eldiskvíum. Allar þessar staðreyndir liggja fyrir. Íslendingar hafa sára reynslu af því að láta skammtímagróða glepja sýn og fá hrunið í bakið. Enn skal á það reyna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Sjá meira
Nú gera áætlanir laxeldisiðjunnar ráð fyrir allt að 200 þúsund tonna ársframleiðslu með laxeldi í opnum kvíum við íslenskar strendur og þar af 90 þúsund tonnum á Austfjörðum. Útlendingar standa að útrásinni og hvergi í stjórnkerfinu er spurt um uppruna framkvæmdafjárins. Það virðist mikill munur á því hvort fjárfest er í bönkum eða sjó á Íslandi. Og allt fæst þetta nánast ókeypis á sama tíma og íslenskur sjávarútvegur greiðir veiðigjöld og strangar takmarkanir eru í gildi á eignarheimildum útlendinga í útveginum. Reynslan af laxeldisiðjunni í nágrannalöndum er svo slæm, að víðast er hætt að gefa út ný leyfi fyrir opnu sjókvíaeldi. Það staðfesti t.d. hæstiréttur land-og umhverfisverndar í Svíþjóð í nýlegum dómum. En hér á landi virðist flest leyfilegt. Engin ný tækni hefur komið fram í opnu sjókvíaeldi með kynbættan norskan laxfisk sem kemur í veg fyrir umhverfistjón. Fiskur sleppur í umtalsverðum mæli og blandast villtum stofnum, sjúkdómar og lús grassera í mergðinni í kvíunum með óhjákvæmilegri lyfjanotkun, og mengun vegna úrgangs er hrikaleg. Þetta blasir við af reynslunni í nágrannalöndum. Umræðan erlendis um skaðann af eldinu er nú að þyngjast og líklegt að eldisfiskur muni eiga undir högg að sækja á matvælamörkuðum í framtíðinni. Ísland á hér mikilla hagsmuna að gæta, enda þekkt af því að bjóða ferskar afurðir úr náttúrlegu og vistvænu umhverfi. Sama ímynd vegur þungt fyrir ferðaþjónustuna og verið styrkur Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál. Vegið er að þessum hagsmunum vegna leiftursóknar útlendinga með risalaxeldi í íslenskum sjó af því að lokað hefur verið á frekari útþenslu þeirra í nágrannalöndunum. Svo þegar tjónið blasir við hér á landi, þá liggur ekkert fyrir um það hverjir bera ábyrgðina og hvernig bæta eigi fyrir skaðann. Við erum þegar farin að kynnast því í ítrekuðum slysasleppingum fiska úr eldiskvíum. Allar þessar staðreyndir liggja fyrir. Íslendingar hafa sára reynslu af því að láta skammtímagróða glepja sýn og fá hrunið í bakið. Enn skal á það reyna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar