Kúkur á móti bragði við Hornbjargsvita Stefán Árni Pálsson skrifar 5. apríl 2017 12:15 Hornbjargsviti á Hornströndum þar sem einn af betri hrekkjum síðari tíma var framkvæmdur fyrir nokkrum árum. Vísir/Gudmundur Þ. Egilsson Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar. Svo segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan á Twitter í gær en hann er einn fjölmargra sem deilt hafa mynd af ferðamanni sem gekk örna sinna í óþökk bónda í Fljótshlíð í gær. Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar pic.twitter.com/axvoJe6XJl— Helgi Seljan (@helgiseljan) April 5, 2017 Ferðamaðurinn skildi kúkinn eftir á landi Þorkels Daníels Eiríkssonar og gaf lítið fyrir athugsemdir um að þetta væri ógeðslegt. Enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið. Maðurinn svaraði engu, nema með glotti og spurningunni: „So?“ Margir eru hneykslaðir á framkomu ferðamannsins en nokkuð reglulega hefur verið fjallað um ferðamenn og „númer tvö“ í fjölmiðlum undanfarin ár. Ferðamenn hafa gengið örna sinna við leiði merkra Íslendinga á Þingvöllum, á gangstétt á Húsavík og í miðbæ Reykjavíkur svo dæmi séu tekin. Sumir hafa verið svo þreyttir á vandanum að þeir hafa búið til skilti. Aðrir hafa bent á að vandamálið sé fyrst og fremst stjórnvöldum og aðilum í ferðamálabransanum um að kenna, þ.e. mikill skortur sé á salernum. Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát.Þorkell Daníel Eiríksson Ævar Sigdórsson, sem um árabil sinnti gestum og gangandi sem vitavörður yfir sumartímann í Hornbjargsvita á Hornströndum við góðan orðstír, lagði orð í belg í athugasemdakerfinu við frétt Vísis af ferðamanninum kúkandi í gær. Rifjaði hann upp sögu af ferðamanni sem fékk að að bragða á sínu eigin meðali. „Ég lenti í svona máli fyrir nokkrum árum í Hornbjargsvita. Það var einn sem skeit við göngustíginn heim að húsinu. Ég þóttist ekkert taka eftir þessu, en þegar kauði kom inn í hús, laumaðist ég með plastpoka og þreif upp eftir hann. Því næst stakk ég plastpokanum djúpt ofan í bakpokann hans án þess að hann sæi og kvaddi hann glottandi,“ segir Ævar. Óhætt er að segja að sagan hafi slegið í gegn enda hafa yfir hundrað manns „lækað“ frásögnina. Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Tengdar fréttir Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar. Svo segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan á Twitter í gær en hann er einn fjölmargra sem deilt hafa mynd af ferðamanni sem gekk örna sinna í óþökk bónda í Fljótshlíð í gær. Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar pic.twitter.com/axvoJe6XJl— Helgi Seljan (@helgiseljan) April 5, 2017 Ferðamaðurinn skildi kúkinn eftir á landi Þorkels Daníels Eiríkssonar og gaf lítið fyrir athugsemdir um að þetta væri ógeðslegt. Enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið. Maðurinn svaraði engu, nema með glotti og spurningunni: „So?“ Margir eru hneykslaðir á framkomu ferðamannsins en nokkuð reglulega hefur verið fjallað um ferðamenn og „númer tvö“ í fjölmiðlum undanfarin ár. Ferðamenn hafa gengið örna sinna við leiði merkra Íslendinga á Þingvöllum, á gangstétt á Húsavík og í miðbæ Reykjavíkur svo dæmi séu tekin. Sumir hafa verið svo þreyttir á vandanum að þeir hafa búið til skilti. Aðrir hafa bent á að vandamálið sé fyrst og fremst stjórnvöldum og aðilum í ferðamálabransanum um að kenna, þ.e. mikill skortur sé á salernum. Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát.Þorkell Daníel Eiríksson Ævar Sigdórsson, sem um árabil sinnti gestum og gangandi sem vitavörður yfir sumartímann í Hornbjargsvita á Hornströndum við góðan orðstír, lagði orð í belg í athugasemdakerfinu við frétt Vísis af ferðamanninum kúkandi í gær. Rifjaði hann upp sögu af ferðamanni sem fékk að að bragða á sínu eigin meðali. „Ég lenti í svona máli fyrir nokkrum árum í Hornbjargsvita. Það var einn sem skeit við göngustíginn heim að húsinu. Ég þóttist ekkert taka eftir þessu, en þegar kauði kom inn í hús, laumaðist ég með plastpoka og þreif upp eftir hann. Því næst stakk ég plastpokanum djúpt ofan í bakpokann hans án þess að hann sæi og kvaddi hann glottandi,“ segir Ævar. Óhætt er að segja að sagan hafi slegið í gegn enda hafa yfir hundrað manns „lækað“ frásögnina.
Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Tengdar fréttir Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41