Halldór: Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við orðið Íslandsmeistarar Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 4. apríl 2017 21:49 Halldór var að vonum sigurreifur í leikslok. vísir/ernir „Við töluðum um að þetta væri hægt en vissum að það þyrfti ansi margt að ganga upp,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, aðspurður hvort hann hefði gert ráð fyrir að standa uppi sem deildarmeistari fyrir tímabilið. „Við lentum í smá meiðslavandræðum á kafla og ungir menn fá mikla ábyrgð. En við stöndum samt uppi sem deildarmeistarar og mér finnst það gríðarlegt afrek,“ sagði Halldór eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. FH sýndi mikinn stöðugleika eftir áramót og vann níu af síðustu 11 leikjum sínum. „Þegar við vorum búnir að fá alla inn jókst breiddin og við urðum ennþá þéttari og betri. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Halldór. En getur FH farið alla leið og orðið Íslandsmeistari? „Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við svo sannarlega orðið Íslandsmeistarar. Það er ekki spurning. En núna kemur bara ný keppni og nýr mótherji. Við fögnum vel í kvöld en svo byrjar bara undirbúningurinn, allavega hjá þjálfurunum, strax í fyrramálið,“ sagði Halldór. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að FH sé að toppa of snemma. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er einn af stóru titlunum og það lið sem verður deildarmeistari er stöðugasta liðið heilt yfir. En við vitum að í úrslitakeppninni skiptir dagsform miklu máli og ýmsir hlutir spila inn í,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Við töluðum um að þetta væri hægt en vissum að það þyrfti ansi margt að ganga upp,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, aðspurður hvort hann hefði gert ráð fyrir að standa uppi sem deildarmeistari fyrir tímabilið. „Við lentum í smá meiðslavandræðum á kafla og ungir menn fá mikla ábyrgð. En við stöndum samt uppi sem deildarmeistarar og mér finnst það gríðarlegt afrek,“ sagði Halldór eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. FH sýndi mikinn stöðugleika eftir áramót og vann níu af síðustu 11 leikjum sínum. „Þegar við vorum búnir að fá alla inn jókst breiddin og við urðum ennþá þéttari og betri. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Halldór. En getur FH farið alla leið og orðið Íslandsmeistari? „Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við svo sannarlega orðið Íslandsmeistarar. Það er ekki spurning. En núna kemur bara ný keppni og nýr mótherji. Við fögnum vel í kvöld en svo byrjar bara undirbúningurinn, allavega hjá þjálfurunum, strax í fyrramálið,“ sagði Halldór. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að FH sé að toppa of snemma. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er einn af stóru titlunum og það lið sem verður deildarmeistari er stöðugasta liðið heilt yfir. En við vitum að í úrslitakeppninni skiptir dagsform miklu máli og ýmsir hlutir spila inn í,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Leik lokið: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00