Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2017 11:13 WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. Eigandinn, Skúli Mogensen, stefnir að því að tvöfalda farþegafjöldann upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru aðeins tæp fimm ár frá því WOW fór í sitt sitt fyrsta flug en það var til Parísar vorið 2012. Fyrir tveimur árum hóf félagið Ameríkuflug, fékk þotur af gerðinni Airbus A-321, og í fyrra komu svo fyrstu breiðþoturnar af gerðinni Airbus A-330 um leið og vesturströnd Ameríku bættist við.Airbus A-330 breiðþota WOW Air.Vísir/Steingrímur ÞórðarsonOg nú er Skúli Mogensen búinn að gera enn einn risasamninginn. „Þetta er stærsta pöntun sem við höfum gert til þessa,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. Sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar 365 sæta Airbus A330-900neo breiðþotur, en listaverð hverrar vélar er um 32 milljarðar króna, á við Búðarhálsvirkjun. Flugflotinn fer upp í 24 vélar fyrir lok næsta árs. Félagið er nú með 17 þotur, var með 12 í fyrra. Langdrægni nýju vélanna býður upp á spennandi tækifæri. „Það er það sem er áhugavert. Þá getum við bókstaflega skoðað allan hnöttinn sem tilvonandi áfangastaði.“ Skúli vill ekki nefna hvaða borgir séu í sigtinu en við spyrjum um Asíu: „Asía er mjög spennandi markaður. Bæði erum við að sjá nú þegar mikinn vöxt þaðan til Íslands, þrátt fyrir að þaðan séu dýr fargöld og þú þarft að stoppa á 1-2 áfangastöðum til að komast hingað. Þannig að við erum að horfa hýru auga til Asíu.“ Airbus A-321 á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur árum.Vísir/vilhelmHann fæst ekki til að gefa upp hvort Kína og Japan séu sérstaklega til skoðunar. „Það kemur allt í ljós. Í augnablikinu erum við bara að fagna því að vera að bæta við Miami á miðvikudaginn, fyrsta flug til Miami á miðvikudaginn. Svo erum við að fara til Pittsburgar, við vorum að kynna Chicago, erum að fara að fljúga til Brussel, Edinborgar og svo framvegis. Þannig að þetta er bara áframhaldandi hlaup, - og flug.“ Svo mikið er víst, það er stefnt á ævintýralegan vöxt. „Við gerum ráð fyrir að tvöfalda fjölda farþega á næstu tveimur árum. Í ár erum við með þrjár milljónir farþega. Við gerum ráð fyrir að fara upp í sex milljónir farþega árið 2019,“ segir Skúli Mogensen. WOW Air Tengdar fréttir Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. Eigandinn, Skúli Mogensen, stefnir að því að tvöfalda farþegafjöldann upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru aðeins tæp fimm ár frá því WOW fór í sitt sitt fyrsta flug en það var til Parísar vorið 2012. Fyrir tveimur árum hóf félagið Ameríkuflug, fékk þotur af gerðinni Airbus A-321, og í fyrra komu svo fyrstu breiðþoturnar af gerðinni Airbus A-330 um leið og vesturströnd Ameríku bættist við.Airbus A-330 breiðþota WOW Air.Vísir/Steingrímur ÞórðarsonOg nú er Skúli Mogensen búinn að gera enn einn risasamninginn. „Þetta er stærsta pöntun sem við höfum gert til þessa,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. Sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar 365 sæta Airbus A330-900neo breiðþotur, en listaverð hverrar vélar er um 32 milljarðar króna, á við Búðarhálsvirkjun. Flugflotinn fer upp í 24 vélar fyrir lok næsta árs. Félagið er nú með 17 þotur, var með 12 í fyrra. Langdrægni nýju vélanna býður upp á spennandi tækifæri. „Það er það sem er áhugavert. Þá getum við bókstaflega skoðað allan hnöttinn sem tilvonandi áfangastaði.“ Skúli vill ekki nefna hvaða borgir séu í sigtinu en við spyrjum um Asíu: „Asía er mjög spennandi markaður. Bæði erum við að sjá nú þegar mikinn vöxt þaðan til Íslands, þrátt fyrir að þaðan séu dýr fargöld og þú þarft að stoppa á 1-2 áfangastöðum til að komast hingað. Þannig að við erum að horfa hýru auga til Asíu.“ Airbus A-321 á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur árum.Vísir/vilhelmHann fæst ekki til að gefa upp hvort Kína og Japan séu sérstaklega til skoðunar. „Það kemur allt í ljós. Í augnablikinu erum við bara að fagna því að vera að bæta við Miami á miðvikudaginn, fyrsta flug til Miami á miðvikudaginn. Svo erum við að fara til Pittsburgar, við vorum að kynna Chicago, erum að fara að fljúga til Brussel, Edinborgar og svo framvegis. Þannig að þetta er bara áframhaldandi hlaup, - og flug.“ Svo mikið er víst, það er stefnt á ævintýralegan vöxt. „Við gerum ráð fyrir að tvöfalda fjölda farþega á næstu tveimur árum. Í ár erum við með þrjár milljónir farþega. Við gerum ráð fyrir að fara upp í sex milljónir farþega árið 2019,“ segir Skúli Mogensen.
WOW Air Tengdar fréttir Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01