Gronk toppaði kjánamánuðinn með því að stela treyju Tom Brady og vera tæklaður | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 11:30 Tom Brady horfir á eftir Gronk með treyjuna. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann sinn fimmta Super Bowl-titil í byrjun febrúar þegar hann leiddi sína menn til ótrúlegustu endurkomu í sögu NFL-deildarinnar. Gleðin var mikil hjá Brady og félögum þá en leikstjórnandinn fagnaði sigrinum í skugga þess að treyjunni sem hann spilaði í var stolið úr búningsklefanum. Það mál varð heldur betur stórt en treyjan fannst eftir leit bandarísku alríkislögreglunnar heima hjá mexíkóskum ritstjóra sem er talinn hafa stundað þá iðju að stela úr búningsklefum leikmanna um langa hríð. Brady er búinn að fá treyjuna aftur og mætti með hana á Fenway Park, heimavöll hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, þar sem hann átti að sjá um fyrsta kast tímabilsins. Brady rölti með treyjuna út á kastarahólinn og lyfti henni upp fyrir axlir við mikla kátínu stuðningsmanna Red Sox sem halda auðvitað allir með New England. En þá gerðist svolítið sem engan óraði fyrir. Sprelligosinn Rob Gronkowski, innherji New England, kom aftan að Brady og stal treyjunni. Hann hélt henni þó ekki lengi því Brady elti stóra manninn uppi og tæklaði hann í jörðina. Virkilega skondin sena. Þessi treyjustuldur Gronk toppar kjánamánuð hans þar sem sá stóri hefur farið til Barcelona og leikið sér í amerískum fótbolta með Javier Mascherano og svo auðvitað frammistaða hans á stærsta fjölbragðaglímusviði heims um helgina.Tom and Gronk just out here having some fun pic.twitter.com/6Ofvc3dbiB— Pete Blackburn (@PeteBlackburn) April 3, 2017 NFL Tengdar fréttir Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30 Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00 Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15 Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann sinn fimmta Super Bowl-titil í byrjun febrúar þegar hann leiddi sína menn til ótrúlegustu endurkomu í sögu NFL-deildarinnar. Gleðin var mikil hjá Brady og félögum þá en leikstjórnandinn fagnaði sigrinum í skugga þess að treyjunni sem hann spilaði í var stolið úr búningsklefanum. Það mál varð heldur betur stórt en treyjan fannst eftir leit bandarísku alríkislögreglunnar heima hjá mexíkóskum ritstjóra sem er talinn hafa stundað þá iðju að stela úr búningsklefum leikmanna um langa hríð. Brady er búinn að fá treyjuna aftur og mætti með hana á Fenway Park, heimavöll hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, þar sem hann átti að sjá um fyrsta kast tímabilsins. Brady rölti með treyjuna út á kastarahólinn og lyfti henni upp fyrir axlir við mikla kátínu stuðningsmanna Red Sox sem halda auðvitað allir með New England. En þá gerðist svolítið sem engan óraði fyrir. Sprelligosinn Rob Gronkowski, innherji New England, kom aftan að Brady og stal treyjunni. Hann hélt henni þó ekki lengi því Brady elti stóra manninn uppi og tæklaði hann í jörðina. Virkilega skondin sena. Þessi treyjustuldur Gronk toppar kjánamánuð hans þar sem sá stóri hefur farið til Barcelona og leikið sér í amerískum fótbolta með Javier Mascherano og svo auðvitað frammistaða hans á stærsta fjölbragðaglímusviði heims um helgina.Tom and Gronk just out here having some fun pic.twitter.com/6Ofvc3dbiB— Pete Blackburn (@PeteBlackburn) April 3, 2017
NFL Tengdar fréttir Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30 Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00 Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15 Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30
Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00
Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15
Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti