Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2017 21:30 Spáð er að nærri hálf milljón ferðamanna heimsæki Snæfellsjökulsþjóðgarð í ár. Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sextán ár eru frá því þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og þar sjá menn mikla breytingu. „Það fjölgar hratt á hverju ári þannig að við erum að horfa á kannski 20 til 25 prósenta fjölgun á milli ára. Það sem er líka að gerast er að veturinn er að koma mjög sterkur inn,” segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls. „Það eru að verða jafnmargir gestir komnir núna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og voru allt fyrsta árið sem þjóðgarðurinn var í rekstri. Þannig að þetta gerist mjög hratt. Við erum að áætla að á þessu ári komi hátt í hálfa milljón gesta hingað, - sennilega 450 til 460 þúsund gesta,” segir Jón.Helga Magnea Birkisdóttir, eigandi Prímus-kaffis á Hellnum.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonVertinn á Prímus-kaffi á Hellnum, Helga Magnea Birkisdóttir, kvartar helst undan því að hafa ekki haft nógu marga starfsmenn í vetur til að þjóna gestunum en hún tók við rekstrinum árið 2014. „Ég man fyrsta árið sem ég kom hérna, - þá bara 15. september, - ég var meira að segja hér oft ein, - þá bara kom enginn hérna, - þá bara lokaði ég og hafði lokað yfir veturinn. En svo þýðir það ekkert núna lengur í dag. Það er opið alla daga,” segir Helga. - Hvernig er þetta búið að vera í vetur? „Þetta er búið að vera bara brjálað að gera. Það var kannski hálfur mánuður í janúar sem mér fannst þetta detta niður; jæja, nú eru komin rólegheit í vetur. En það fór allt af stað aftur. Þannig að þetta er bara ótrúlega mikil breyting.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan. Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Spáð er að nærri hálf milljón ferðamanna heimsæki Snæfellsjökulsþjóðgarð í ár. Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sextán ár eru frá því þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og þar sjá menn mikla breytingu. „Það fjölgar hratt á hverju ári þannig að við erum að horfa á kannski 20 til 25 prósenta fjölgun á milli ára. Það sem er líka að gerast er að veturinn er að koma mjög sterkur inn,” segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls. „Það eru að verða jafnmargir gestir komnir núna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og voru allt fyrsta árið sem þjóðgarðurinn var í rekstri. Þannig að þetta gerist mjög hratt. Við erum að áætla að á þessu ári komi hátt í hálfa milljón gesta hingað, - sennilega 450 til 460 þúsund gesta,” segir Jón.Helga Magnea Birkisdóttir, eigandi Prímus-kaffis á Hellnum.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonVertinn á Prímus-kaffi á Hellnum, Helga Magnea Birkisdóttir, kvartar helst undan því að hafa ekki haft nógu marga starfsmenn í vetur til að þjóna gestunum en hún tók við rekstrinum árið 2014. „Ég man fyrsta árið sem ég kom hérna, - þá bara 15. september, - ég var meira að segja hér oft ein, - þá bara kom enginn hérna, - þá bara lokaði ég og hafði lokað yfir veturinn. En svo þýðir það ekkert núna lengur í dag. Það er opið alla daga,” segir Helga. - Hvernig er þetta búið að vera í vetur? „Þetta er búið að vera bara brjálað að gera. Það var kannski hálfur mánuður í janúar sem mér fannst þetta detta niður; jæja, nú eru komin rólegheit í vetur. En það fór allt af stað aftur. Þannig að þetta er bara ótrúlega mikil breyting.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan.
Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30