Fótbolti

Randers ekki unnið í 10 deildarleikjum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur og félagar eru í miklum vandræðum.
Ólafur og félagar eru í miklum vandræðum. vísir/getty
Íslendingaliðin Esbjerg og Randers gerðu markalaust jafntefli í sínum riðli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Eftir að deildarkeppninni í Danmörku lauk var liðunum 14 skipt í þrjá riðla. Efstu sex liðin keppa sín á milli um meistaratitilinn en hin átta skiptust í tvo riðla.

Tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í umspil um sæti í Evrópudeildinni á meðan neðstu tvö liðin fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Esbjerg og sömu var að segja af Hannesi Þór Halldórssyni hjá Randers.

Esbjerg er í fjórða og neðsta sæti riðils 1 en Randers í því efsta. Þrátt fyrir það hafa lærisveinar Ólafs Kristjánssonar ekki unnið í 10 deildarleikjum í röð. Síðasti sigur Randers kom gegn Viborg 20. nóvember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×