Hljóp fimmtíu fjallvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 09:45 Stefán í Kjósinni, þar sem leiðin yfir Svínaskarð endar. Mynd/Jón Gauti Jónsson Sextugsafmælið var 18 mars, þá kom bókin Fjallvegahlaup út. Það var veislan. Ég var svo séður að ég lét bókaútgáfuna Sölku halda upp á afmælið fyrir mig,“ segir Stefán Gíslason glaðlega. Bókin hans inniheldur lýsingar á 50 fjallvegum, ljósmyndir, kort og GPS-hnit, auk margs konar fróðleiks. Hann kveðst hafa gefið sér þessi 50 fjallvegahlaup í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Stefán er alinn upp í Gröf í Bitrufirði á Ströndum og kveðst hafa hlaupið sér til gamans frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði að hlaupa á eftir heyvagninum þegar farið var á milli túna og í smalamennskum, svo byrjaði ég að keppa og gerði það um árabil en þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að gera hlaup að lífsstíl. Mér fannst um tvennt að velja, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför, því auðvitað flýr maður ekki aldurinn. Konan mín, Björk Jóhannsdóttir, á mikið í þessu brölti með mér, því hún hefur oft keyrt mig. Fyrir bragðið fórum við út um allt land saman.“ Reglur sem Stefán setti sér voru þær að hlaupa gjarnan leiðir sem sögur væru bundnar við og minnst níu kílómetra langar. Oftast hefur hann haft félagsskap. Sumar leiðir eru honum eftirminnilegri en aðrar, vegna veðurs, fegurðar eða stemningar. Hann nefnir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Reyndalsheiði á milli Fáskrúðsfjarðar og Norðurdals Breiðdals sem dæmi. Báðar yfir 900 metrar yfir sjó og fjölbreyttar. „Svo stendur Sléttuheiði líka upp úr, milli Aðalvíkur og Hesteyrar á Vestfjörðum. Þar býr sagan og bæði gleðin og sorgin,“ segir Stefán og kveðst hafa notað veturna til að velja sér leiðir og grúska í þeim. Verið er að plana hlaup í maí í tengslum við útkomu bókarinnar. Sennilega um Svínaskarð milli Esjumela og Kjósar, sem var aðalleiðin milli Reykjavíkur og Vesturlands, áður en vegur kom um Hvalfjörð og fyrir Hafnarfjall. „Svo verð ég með fleiri hlaup í sumar. Það er ekki hægt að hætta,“ segir hlaupagikkurinn Stefán.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Sextugsafmælið var 18 mars, þá kom bókin Fjallvegahlaup út. Það var veislan. Ég var svo séður að ég lét bókaútgáfuna Sölku halda upp á afmælið fyrir mig,“ segir Stefán Gíslason glaðlega. Bókin hans inniheldur lýsingar á 50 fjallvegum, ljósmyndir, kort og GPS-hnit, auk margs konar fróðleiks. Hann kveðst hafa gefið sér þessi 50 fjallvegahlaup í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Stefán er alinn upp í Gröf í Bitrufirði á Ströndum og kveðst hafa hlaupið sér til gamans frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði að hlaupa á eftir heyvagninum þegar farið var á milli túna og í smalamennskum, svo byrjaði ég að keppa og gerði það um árabil en þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að gera hlaup að lífsstíl. Mér fannst um tvennt að velja, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför, því auðvitað flýr maður ekki aldurinn. Konan mín, Björk Jóhannsdóttir, á mikið í þessu brölti með mér, því hún hefur oft keyrt mig. Fyrir bragðið fórum við út um allt land saman.“ Reglur sem Stefán setti sér voru þær að hlaupa gjarnan leiðir sem sögur væru bundnar við og minnst níu kílómetra langar. Oftast hefur hann haft félagsskap. Sumar leiðir eru honum eftirminnilegri en aðrar, vegna veðurs, fegurðar eða stemningar. Hann nefnir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Reyndalsheiði á milli Fáskrúðsfjarðar og Norðurdals Breiðdals sem dæmi. Báðar yfir 900 metrar yfir sjó og fjölbreyttar. „Svo stendur Sléttuheiði líka upp úr, milli Aðalvíkur og Hesteyrar á Vestfjörðum. Þar býr sagan og bæði gleðin og sorgin,“ segir Stefán og kveðst hafa notað veturna til að velja sér leiðir og grúska í þeim. Verið er að plana hlaup í maí í tengslum við útkomu bókarinnar. Sennilega um Svínaskarð milli Esjumela og Kjósar, sem var aðalleiðin milli Reykjavíkur og Vesturlands, áður en vegur kom um Hvalfjörð og fyrir Hafnarfjall. „Svo verð ég með fleiri hlaup í sumar. Það er ekki hægt að hætta,“ segir hlaupagikkurinn Stefán.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira