Einar Andri: Maður vill ekki móðga neinn Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2017 22:26 Einar Andri er greinilega ekki sammála Þorleifi Árna, öðrum dómara leiksins. vísir/andri marinó Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja með hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja með hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45