Ráðuneytið vinnur að gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2017 21:17 Í dómsmálaráðuneytinu fer nú fram vinna við gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta sem koma hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir reglurnar snúa að verklagi og málsmeðferð þessara mála. Í síðustu viku var greint frá því að tveir hælisleitendur á barnsaldri sem komu fylgdarlausir hingað til lands með Norrænu í september dvelji einir á gistiheimili í miðbæ Reykjavík. Lögmaður þeirra segir þá búa við óviðunandi aðstæður og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa lítil afskipti af þeim. Þá sagði talskona Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að brotið væri á réttindum barnanna þar sem úrræði vanti fyrir þau. Hún segir vanta samstarf milli Barnaverndarnefndar og Útlendingastofnunar um úrræði fyrir börnin. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir að verið sé að bregðast við. „Það þarf klárlega að setja upp verklag sem rennur nokkuð áreynslulaust hérna og við erum nú að setja reglur með stoð í útlendingalögum. Auðvitað hefur verið unnið eftir ákveðnu verklagi hér en það þarf auðvitað að formgera það.“ Hún segir að um ræði málsmeðferðar- og verklagsreglur. „Hverjum ber hvað í þessu, það Útlendingastofnun, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndar í hverju sveitarfélagi. Þessir aðilar hafa allir hlutverki að gegna þegar kemur að fylgdarlausum börnum. Aðalmarkmið íslenskra yfirvalda þegar kemur að fylgdarlausum börnum er að leita og finna uppruna þeirra, finna fjölskyldur þeirra. Markmiðið er auðvitað sameina þessa einstaklinga fjölskyldum sínum.“ Sigríður segist vera vel meðvituð um stöðu fylgdarlausra á landinu. „Þau eru auðvitað vistuð í móttökustöðvum Útlendingastofnunar, á sérstökum fjölskyldugöngum. Í einhverjum tilvikum hefur það verið mat Útlendingastofnunar að það fari betur að þau séu vistuð annars staðar,“ segir Sigríður. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Í dómsmálaráðuneytinu fer nú fram vinna við gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta sem koma hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir reglurnar snúa að verklagi og málsmeðferð þessara mála. Í síðustu viku var greint frá því að tveir hælisleitendur á barnsaldri sem komu fylgdarlausir hingað til lands með Norrænu í september dvelji einir á gistiheimili í miðbæ Reykjavík. Lögmaður þeirra segir þá búa við óviðunandi aðstæður og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa lítil afskipti af þeim. Þá sagði talskona Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að brotið væri á réttindum barnanna þar sem úrræði vanti fyrir þau. Hún segir vanta samstarf milli Barnaverndarnefndar og Útlendingastofnunar um úrræði fyrir börnin. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir að verið sé að bregðast við. „Það þarf klárlega að setja upp verklag sem rennur nokkuð áreynslulaust hérna og við erum nú að setja reglur með stoð í útlendingalögum. Auðvitað hefur verið unnið eftir ákveðnu verklagi hér en það þarf auðvitað að formgera það.“ Hún segir að um ræði málsmeðferðar- og verklagsreglur. „Hverjum ber hvað í þessu, það Útlendingastofnun, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndar í hverju sveitarfélagi. Þessir aðilar hafa allir hlutverki að gegna þegar kemur að fylgdarlausum börnum. Aðalmarkmið íslenskra yfirvalda þegar kemur að fylgdarlausum börnum er að leita og finna uppruna þeirra, finna fjölskyldur þeirra. Markmiðið er auðvitað sameina þessa einstaklinga fjölskyldum sínum.“ Sigríður segist vera vel meðvituð um stöðu fylgdarlausra á landinu. „Þau eru auðvitað vistuð í móttökustöðvum Útlendingastofnunar, á sérstökum fjölskyldugöngum. Í einhverjum tilvikum hefur það verið mat Útlendingastofnunar að það fari betur að þau séu vistuð annars staðar,“ segir Sigríður.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira