Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 10:54 Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn, en þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem eldur kemur upp í verksmiðjunni. vísir/vilhelm Óvíst er hvenær hægt verður að hefja framleiðslu í United Silicon í Helguvík á ný eftir eldsvoða í verksmiðjunni í nótt, segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verið er að meta tjónið sem hlaust af. „Við vitum ekki hver staðan á tjóninu er, en þetta er þannig tjón að framleiðsla stöðvast. Það eru hér menn frá slökkviliði og lögreglu og allir aðilar á staðnum að fara yfir hlutina, en þð er ekki komin nein niðurstaða,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem sérstakt duft sem notað er á eld sem þennan kláraðist. Nokkrir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en enginn í ofnhúsinu. Engan sakaði í eldsvoðanum. „Þetta kviknar á efstu hæð og þar eru menn ekki að jafnaði. Það er farið í ákveðin verk en þarna er engin föst starfstöð,“ segir Kristleifur.Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn Starfsmaður United Silicon varð var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn, áður en Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni fyrir tveimur vikum þegar eldur kom upp í vörubrettum.VÍSIR/SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSONFyrir sléttum tveimur vikum kom upp eldur í verksmiðjunni, en þá hafði kviknað í vörubrettum fyrir utan. Starfsfólki tókst sjálfu að slökkva eldinn en slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í síðustu glæðunum. Kristleifur segir það ekki algengt að eldur kvikni í verksmiðjunni. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búin að fá skammtinn okkar,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir að enginn starfsmaður verksmiðjunnar hafi verið í hættu í nótt. Það sé þó vissulega hættulegt þegar eldur kemur upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en málið er í rannsókn. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Óvíst er hvenær hægt verður að hefja framleiðslu í United Silicon í Helguvík á ný eftir eldsvoða í verksmiðjunni í nótt, segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verið er að meta tjónið sem hlaust af. „Við vitum ekki hver staðan á tjóninu er, en þetta er þannig tjón að framleiðsla stöðvast. Það eru hér menn frá slökkviliði og lögreglu og allir aðilar á staðnum að fara yfir hlutina, en þð er ekki komin nein niðurstaða,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem sérstakt duft sem notað er á eld sem þennan kláraðist. Nokkrir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en enginn í ofnhúsinu. Engan sakaði í eldsvoðanum. „Þetta kviknar á efstu hæð og þar eru menn ekki að jafnaði. Það er farið í ákveðin verk en þarna er engin föst starfstöð,“ segir Kristleifur.Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn Starfsmaður United Silicon varð var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn, áður en Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni fyrir tveimur vikum þegar eldur kom upp í vörubrettum.VÍSIR/SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSONFyrir sléttum tveimur vikum kom upp eldur í verksmiðjunni, en þá hafði kviknað í vörubrettum fyrir utan. Starfsfólki tókst sjálfu að slökkva eldinn en slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í síðustu glæðunum. Kristleifur segir það ekki algengt að eldur kvikni í verksmiðjunni. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búin að fá skammtinn okkar,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir að enginn starfsmaður verksmiðjunnar hafi verið í hættu í nótt. Það sé þó vissulega hættulegt þegar eldur kemur upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en málið er í rannsókn.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47