Fótbolti

Köstuðu dauðum rottum inn á völlinn | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Augustinsson sparkar rottu út af vellinum svo hann geti tekið hornspyrnu.
Augustinsson sparkar rottu út af vellinum svo hann geti tekið hornspyrnu. vísir/getty
Kaupmannahafnarslagur FCK og Bröndby í gær tók heldur betur óvænta stefnu er áhorfendur fóru að kasta dauðum rottum inn á völlinn.

Það voru stuðningsmenn Bröndby sem stóðu fyrir þessum gjörningi er þeir köstuðu rottunum að Ludwig Augustinsson, leikmanni FCK, er hann var að gera sig kláran í að taka hornspyrnu.

Augustinsson lét það ekki koma sér úr jafnvægi heldur sparkaði rottunum út af vellinum.

Ekki virkaði þessu aðgerð stuðningsmanna Bröndby því FCK vann leikinn, 1-0, og á danska meistaratitilinn vísann.

Forráðamenn Bröndby gagnrýndu stuðningsmennina harðlega eftir leik fyrir þetta uppátæki.

Leita á uppi hina seku og setja þá í bann frá leikjum félagsins.

Augustinsson tekur hornið við hliðina á rottunni.vísir/getty
Huggulegt.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×