Viðskipti innlent

Vegan páskaegg seldust upp

Sæunn Gísladóttir skrifar
Þúsund vegan páskaegg voru framleidd í ár.
Þúsund vegan páskaegg voru framleidd í ár. vísir/stefán
Vegan páskaegg fóru í sölu í fyrsta sinn í ár og var þeim ákaflega vel tekið. Fólki sem fylgir vegan mataræði hefur farið fjölgandi hér á landi undanfarin árin. Til að sinna þessum hópi ákvað Nói Síríus að hefja sölu á vegan páskaeggjum og seldist upplagið upp.





Nói Síríus seldi vegan páskaegg í fyrsta sinn í ár.Mynd/Nói Síríus
„Þetta var smá tilraun, við vissum ekki alveg hvort hópurinn var jafn stór og var talað um, en það virðist vera. Það var mjög vel tekið í þetta og þau kláruðust,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, en um var að ræða þúsund egg.

Auðjón segir að klárlega verði framleitt meira að ári.

„Það skemmtilega við þetta er að fyrir þremur árum þá var framleiðsla á dökkum eggjum í rauninni bara þjónusta við viðskiptavini, það voru hálfgerð vandræðaegg, en við framleiddum klárlega of lítið af þeim í ár.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×