Fótbolti

Gunnhildur Yrsa fyrirliði í fyrsta leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur Yrsa í vináttulandsleiknum gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði.
Gunnhildur Yrsa í vináttulandsleiknum gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði. vísir/getty
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Vålerenga þegar liðið beið lægri hlut fyrir Avaldsnes, 2-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Gunnhildur Yrsa gekk í raðir Vålerenga frá Stabæk fyrr í vetur og bar fyrirliðabandið í sínum fyrsta deildarleik sínum fyrir félagið.

Gunnhildur Yrsa, sem er 28 ára, hefur leikið í Noregi frá 2013; fyrst með Arna-Björnar, síðan Grand Bodö, Stabæk og nú Vålerenga.

Norska landsliðskonan María Þórisdóttir fékk að líta rauða spjaldið þegar Klepp tapaði 6-1 fyrir Lilleström á útivelli.

María, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var rekin af velli á 40. mínútu í stöðunni 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×