Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. apríl 2017 11:30 Donald Trump reynir nú á að sýna Kim Jong-un herstyrk Bandaríkjanna og fá hann til að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Vísir/EPA Bandarísk stjórnvöld, með Donald Trump í broddi fylkingar, eru að gera alvarleg mistök með því að senda herskip að Kóreuflóa og þannig sýna Norður-Kóreumönnum tennurnar, ef marka má sérfræðinga í málefnum Norður-Kóreu. Guardian greinir frá. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur til dæmis ítrekað skrifað á Twitter, að Norður-Kóreumenn „séu að baka sér vandræði,“ með þróun sinni á eldflaugavopnatækni. En sérfræðingar segja að hervald muni ekki fá norður-kóresk yfirvöld til þess að skipta um skoðun, þeirra á meðal er John Delury, frá Yonsei háskólanum í Seoul.Það er miklum vandkvæðum bundið að ætla að nota herstyrk til þess að hóta Norður-Kóreumönnum, því þeir styrkjast bara í trú sinni. Ef þú ætlar að fá þá til að hætta að þróa eldflaugar, hjálpa hótanir ekki. Stuðningsmenn Trump segja að sú aðferð hans, að sýna herstyrk Bandaríkjanna, eigi eftir að hræða norður-kóreska einræðisherrann og sannfæra forseta Kína, Xi Jinping, um að þrýsta á Norður-Kóreumenn að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Þá segir Leonid Petrov, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, frá Australian National háskólanum, að í ljósi misheppnaðra eldflaugaskota norður-kóreskra yfirvalda, sé ljóst að stefna ríkisstjórnar Trump sé ekki að virka.Skilaboðin frá Norður-Kóreu eru þau að þrátt fyrir herstyrk Bandaríkjanna, mun Norður-Kórea ekki falla frá eldflaugavopnaþróun sinni. Hann segir jafnframt að það muni fyrst reyna á hinn nýkjörna forseta Bandaríkjanna, þegar ákveða þarf hvernig skal bregðast við tilraunasprengingu Norður-Kóreumanna á kjarnorkusprengju. Þá muni koma í ljós hvort Bandaríkin muni hætta á að stefna öryggi Suður-Kóreu í hættu með því að sýna tennurnar, eða sitji aðgerðarlaus og sýni þar með fram á eigin veikleika. Vandamálið sé, að Kim Jong-un hefur engu að tapa. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld, með Donald Trump í broddi fylkingar, eru að gera alvarleg mistök með því að senda herskip að Kóreuflóa og þannig sýna Norður-Kóreumönnum tennurnar, ef marka má sérfræðinga í málefnum Norður-Kóreu. Guardian greinir frá. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur til dæmis ítrekað skrifað á Twitter, að Norður-Kóreumenn „séu að baka sér vandræði,“ með þróun sinni á eldflaugavopnatækni. En sérfræðingar segja að hervald muni ekki fá norður-kóresk yfirvöld til þess að skipta um skoðun, þeirra á meðal er John Delury, frá Yonsei háskólanum í Seoul.Það er miklum vandkvæðum bundið að ætla að nota herstyrk til þess að hóta Norður-Kóreumönnum, því þeir styrkjast bara í trú sinni. Ef þú ætlar að fá þá til að hætta að þróa eldflaugar, hjálpa hótanir ekki. Stuðningsmenn Trump segja að sú aðferð hans, að sýna herstyrk Bandaríkjanna, eigi eftir að hræða norður-kóreska einræðisherrann og sannfæra forseta Kína, Xi Jinping, um að þrýsta á Norður-Kóreumenn að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Þá segir Leonid Petrov, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, frá Australian National háskólanum, að í ljósi misheppnaðra eldflaugaskota norður-kóreskra yfirvalda, sé ljóst að stefna ríkisstjórnar Trump sé ekki að virka.Skilaboðin frá Norður-Kóreu eru þau að þrátt fyrir herstyrk Bandaríkjanna, mun Norður-Kórea ekki falla frá eldflaugavopnaþróun sinni. Hann segir jafnframt að það muni fyrst reyna á hinn nýkjörna forseta Bandaríkjanna, þegar ákveða þarf hvernig skal bregðast við tilraunasprengingu Norður-Kóreumanna á kjarnorkusprengju. Þá muni koma í ljós hvort Bandaríkin muni hætta á að stefna öryggi Suður-Kóreu í hættu með því að sýna tennurnar, eða sitji aðgerðarlaus og sýni þar með fram á eigin veikleika. Vandamálið sé, að Kim Jong-un hefur engu að tapa.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00