Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2017 21:00 Trump við komuna til Flórída. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. CNN greinir frá.Þetta er í sjöunda sinn sem Trump heldur til Mar-a-Lago, þar sem hann fer iðulega í golf enda glæsilegur golfvöllur hluti af afdrepinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Ferðin vekur enn meiri athygli nú en áður í ljósi þeirrar spennu sem ríkir á Kóreu-skaga. Bandaríkin virðast reiðubúin til þess að grípa til hernaðaraðgerða haldi Norður-Kóreu sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sinni til streitu en margt bendir til þess að slík tilraun fari fram á næstu dögum.Sjá einnig: Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Flotadeild innan bandaríska sjóhersins er mætt á svæðið og óttast yfirvöld í Kína að átök á milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti „brotist út á hverri stundu,“ líkt og utanríkisráðherra Kína orðaði hlutina.Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson er nú komið í nálægð við Norður-Kóreuvísir/gettyAthygli vekur því að Trump fór til Flórída án sinna helstu ráðgjafa en framkvæmdastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, er ekki með í för sem og aðrir nánustu ráðgjafar Trump. Forsetinn er þó ekki einn á ferð en ráðgjafar frá Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna ferðuðust með Trump. Embættismaður Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að fáir starfsmenn væru með í för þar sem páskahelgin væri nú um helgina. Þannig fengi Trump tækifæri til þess að eyða tíma með eiginkonu sinni Melaniu og börnum sínum.Sjá einnig: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Talið er mögulegt að Norður Kóreumenn framkvæmi kjarnorkuvopnatilraun sína á morgun, laugardag, en þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Komi til þess yrði það ekki í fyrsta sinn sem Trump þarf að glíma við aðgerðir Norður-Kóreu manna frá golfvellinum í Flórída en kvöldverður hans þar með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, breyttist í krísufund í febrúar þegar Norður-Kórea skaut á loft eldflaugum. Donald Trump Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. CNN greinir frá.Þetta er í sjöunda sinn sem Trump heldur til Mar-a-Lago, þar sem hann fer iðulega í golf enda glæsilegur golfvöllur hluti af afdrepinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Ferðin vekur enn meiri athygli nú en áður í ljósi þeirrar spennu sem ríkir á Kóreu-skaga. Bandaríkin virðast reiðubúin til þess að grípa til hernaðaraðgerða haldi Norður-Kóreu sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sinni til streitu en margt bendir til þess að slík tilraun fari fram á næstu dögum.Sjá einnig: Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Flotadeild innan bandaríska sjóhersins er mætt á svæðið og óttast yfirvöld í Kína að átök á milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti „brotist út á hverri stundu,“ líkt og utanríkisráðherra Kína orðaði hlutina.Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson er nú komið í nálægð við Norður-Kóreuvísir/gettyAthygli vekur því að Trump fór til Flórída án sinna helstu ráðgjafa en framkvæmdastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, er ekki með í för sem og aðrir nánustu ráðgjafar Trump. Forsetinn er þó ekki einn á ferð en ráðgjafar frá Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna ferðuðust með Trump. Embættismaður Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að fáir starfsmenn væru með í för þar sem páskahelgin væri nú um helgina. Þannig fengi Trump tækifæri til þess að eyða tíma með eiginkonu sinni Melaniu og börnum sínum.Sjá einnig: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Talið er mögulegt að Norður Kóreumenn framkvæmi kjarnorkuvopnatilraun sína á morgun, laugardag, en þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Komi til þess yrði það ekki í fyrsta sinn sem Trump þarf að glíma við aðgerðir Norður-Kóreu manna frá golfvellinum í Flórída en kvöldverður hans þar með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, breyttist í krísufund í febrúar þegar Norður-Kórea skaut á loft eldflaugum.
Donald Trump Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00
Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00