Spáir ÍBV og Haukum áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2017 06:00 Eyjamaðurinn og fyrrum Valsarinn Agnar Smári Jónsson horfir til himins. vísir/anton ÍBV fær Val í heimsókn og Fram sækir Íslandsmeistara Hauka heim í oddaleikjunum tveimur í dag. Þeir hefjast báðir klukkan 16.00. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, er á því að Eyjamenn og Haukar vinni sína leiki í dag. Þrátt fyrir manneklu og magapest unnu Valsmenn góðan sigur á Eyjamönnum í síðasta leik, 31-27. Stefán segir að pressan sé á ÍBV í dag. „Öll pressan er á ÍBV. Valsararnir eru búnir að vinna bikarinn og eru fyrst og fremst að hugsa um Evrópukeppnina,“ sagði Stefán en Valsmenn eru komnir í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu þar sem þeir mæta Potaissa Turda frá Rúmeníu. „Ég held að Valsmenn verði hrikalega öflugir á morgun og muni láta Eyjamenn hafa mikið fyrir þessu. En á endanum held ég að gríðarlega sterkt Eyjalið nái að vinna. Þeir eru með það gott lið og á heimavelli; blái dúkurinn er kominn út og það er mikil stemning í Eyjum,“ sagði Stefán en ÍBV tapaði síðast á heimavelli 25. nóvember á síðasta ári. Síðan þá hafa Eyjamenn leikið sjö heimaleiki, unnið fimm og gert tvö jafntefli. Fram kom gríðarlega á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Haukum á Ásvöllum. Sigurinn kom þó ekki að kostnaðarlausu því Arnar Birkir Hálfdánarson fékk rautt spjald undir lokin og var í banni í öðrum leiknum sem Haukar unnu, 24-28. Stefán segir að það skipti höfuðmáli fyrir Fram hvernig Arnar Birkir spili í dag. „Það munaði miklu um Arnar Birki í leik tvö. Hann kemur núna inn og ég held að þessi leikur ráðist svolítið á því hvort hann geti skorað um 10 mörk. Hann þarf að eiga sinn besta leik til að Fram vinni. Ég held að möguleiki Fram á að komast áfram hafi verið að vinna í Safamýrinni. Fram vinnur ekki tvisvar á Ásvöllum,“ sagði Stefán. Hann segir að það sé Haukum í hag að halda markaskorinu lágu í dag. „Ef þeir standa þokkalega vörn vinna Haukar þetta. Möguleiki Fram felst í því að skora yfir 30 mörk. Þeir þurfa að fá stórleik frá Arnari Birki og toppmarkvörslu,“ sagði Stefán en hinn 16 ára Viktor Gísli Hallgrímsson var hetja Fram í fyrsta leiknum þegar hann varði vítakast eftir að leiktíminn var runninn út. Olís-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
ÍBV fær Val í heimsókn og Fram sækir Íslandsmeistara Hauka heim í oddaleikjunum tveimur í dag. Þeir hefjast báðir klukkan 16.00. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, er á því að Eyjamenn og Haukar vinni sína leiki í dag. Þrátt fyrir manneklu og magapest unnu Valsmenn góðan sigur á Eyjamönnum í síðasta leik, 31-27. Stefán segir að pressan sé á ÍBV í dag. „Öll pressan er á ÍBV. Valsararnir eru búnir að vinna bikarinn og eru fyrst og fremst að hugsa um Evrópukeppnina,“ sagði Stefán en Valsmenn eru komnir í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu þar sem þeir mæta Potaissa Turda frá Rúmeníu. „Ég held að Valsmenn verði hrikalega öflugir á morgun og muni láta Eyjamenn hafa mikið fyrir þessu. En á endanum held ég að gríðarlega sterkt Eyjalið nái að vinna. Þeir eru með það gott lið og á heimavelli; blái dúkurinn er kominn út og það er mikil stemning í Eyjum,“ sagði Stefán en ÍBV tapaði síðast á heimavelli 25. nóvember á síðasta ári. Síðan þá hafa Eyjamenn leikið sjö heimaleiki, unnið fimm og gert tvö jafntefli. Fram kom gríðarlega á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Haukum á Ásvöllum. Sigurinn kom þó ekki að kostnaðarlausu því Arnar Birkir Hálfdánarson fékk rautt spjald undir lokin og var í banni í öðrum leiknum sem Haukar unnu, 24-28. Stefán segir að það skipti höfuðmáli fyrir Fram hvernig Arnar Birkir spili í dag. „Það munaði miklu um Arnar Birki í leik tvö. Hann kemur núna inn og ég held að þessi leikur ráðist svolítið á því hvort hann geti skorað um 10 mörk. Hann þarf að eiga sinn besta leik til að Fram vinni. Ég held að möguleiki Fram á að komast áfram hafi verið að vinna í Safamýrinni. Fram vinnur ekki tvisvar á Ásvöllum,“ sagði Stefán. Hann segir að það sé Haukum í hag að halda markaskorinu lágu í dag. „Ef þeir standa þokkalega vörn vinna Haukar þetta. Möguleiki Fram felst í því að skora yfir 30 mörk. Þeir þurfa að fá stórleik frá Arnari Birki og toppmarkvörslu,“ sagði Stefán en hinn 16 ára Viktor Gísli Hallgrímsson var hetja Fram í fyrsta leiknum þegar hann varði vítakast eftir að leiktíminn var runninn út.
Olís-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira