Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2017 15:00 Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. Vísir/Getty Skrif Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter gera lítið annað en að auka spennuna á Kóreuskaga. Þetta segir varautanríkisráðherra Norður Kóreu í viðtali við AP-fréttaveituna. Ráðherrann segir jafnframt í þessu viðtali að ef Bandaríkin muni sýna einhver merki um hernaðarlegan yfirgang verði Norður Kórea viðbúin því. Ráðherrann heitir Han Song Ryol en hann segir yfirvöld í Norður Kóreu vera þeirrar skoðunar að Trump sé mun grimmari en forveri hans í starfi, Barack Obama. Hann bætti við að Norður Kóreu muni halda áfram framleiðslu hágæða kjarnavopna í miklu magni og að Norður Kóreu sé tilbúin að fara í stríð við Bandaríkin. Spennan á Kóreuskaga er mikil en Bandaríkin sneru flugmóðurskipinu Carl Vinson frá Ástralíu í vikunni og var stefnan tekin á Kóreuskaga. Gervitunglamyndir sem Bandaríkjamenn hafa náð gefa til kynna að Norður Kóreumenn muni gera tilraun með kjarnorkuvopni á næstunni, sem yrði sú sjötta í röðinni. Norður Kóreumenn gerðu tilraun með skotflaug fyrir skömmu og gáfu það út skömmu síðar að þeir væru nærri því að fullkomna flaug og kjarnaodd sem þeir geta skotið á milli heimsálfa og þannig gert Bandaríkin að skotmarki sínu. AP segir sérfræðinga telja Norður Kóreumenn vera nokkrum árum frá því að fullkomna þessa tækni. Þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi hótað hernaðaraðgerðum ef Norður Kóreumenn gera aðra kjarnaorkuvopnatilraun þá segist Han Song Ryol ekki útiloka slíka tilraun í náinni framtíð. Á þriðjudag ritaði Donald Trump á Twitter að Norður Kórea væri að leita að vandræðum og kallaði eftir auknum þrýstingi frá Kínverjum um að leggja meiri þunga í viðskiptaþvinganir á Norður Kóreumenn, í þeirri von að þeir láti af þróun kjarnorkuvopna. Hótaði Trump því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir. „Trump ögrar með svona árásargjörnu tali. Það er ekki Norður Kórea sem er vandamálið, heldur Bandaríkin og Trump,“ segir Han Song Ryol. „Við förum í stríð ef þeir vilja það.“ Donald Trump Tengdar fréttir Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Skrif Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter gera lítið annað en að auka spennuna á Kóreuskaga. Þetta segir varautanríkisráðherra Norður Kóreu í viðtali við AP-fréttaveituna. Ráðherrann segir jafnframt í þessu viðtali að ef Bandaríkin muni sýna einhver merki um hernaðarlegan yfirgang verði Norður Kórea viðbúin því. Ráðherrann heitir Han Song Ryol en hann segir yfirvöld í Norður Kóreu vera þeirrar skoðunar að Trump sé mun grimmari en forveri hans í starfi, Barack Obama. Hann bætti við að Norður Kóreu muni halda áfram framleiðslu hágæða kjarnavopna í miklu magni og að Norður Kóreu sé tilbúin að fara í stríð við Bandaríkin. Spennan á Kóreuskaga er mikil en Bandaríkin sneru flugmóðurskipinu Carl Vinson frá Ástralíu í vikunni og var stefnan tekin á Kóreuskaga. Gervitunglamyndir sem Bandaríkjamenn hafa náð gefa til kynna að Norður Kóreumenn muni gera tilraun með kjarnorkuvopni á næstunni, sem yrði sú sjötta í röðinni. Norður Kóreumenn gerðu tilraun með skotflaug fyrir skömmu og gáfu það út skömmu síðar að þeir væru nærri því að fullkomna flaug og kjarnaodd sem þeir geta skotið á milli heimsálfa og þannig gert Bandaríkin að skotmarki sínu. AP segir sérfræðinga telja Norður Kóreumenn vera nokkrum árum frá því að fullkomna þessa tækni. Þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi hótað hernaðaraðgerðum ef Norður Kóreumenn gera aðra kjarnaorkuvopnatilraun þá segist Han Song Ryol ekki útiloka slíka tilraun í náinni framtíð. Á þriðjudag ritaði Donald Trump á Twitter að Norður Kórea væri að leita að vandræðum og kallaði eftir auknum þrýstingi frá Kínverjum um að leggja meiri þunga í viðskiptaþvinganir á Norður Kóreumenn, í þeirri von að þeir láti af þróun kjarnorkuvopna. Hótaði Trump því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir. „Trump ögrar með svona árásargjörnu tali. Það er ekki Norður Kórea sem er vandamálið, heldur Bandaríkin og Trump,“ segir Han Song Ryol. „Við förum í stríð ef þeir vilja það.“
Donald Trump Tengdar fréttir Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00