Eins og að hætta með J.Lo og byrja með Halle Berry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 12:30 Martellus Bennett með klappstýrum Patriots. Ummæli NFL-leikmannsins Martellus Bennett um vistaskipti sín hafa vakið talsverða athygli. Bennett varð NFL-meistari með New England Patriots á síðasta tímabili og margir muna eftir eftirminnilegum dansi hans með klappastýrunum hjá Patriots eftir að sigurinn var í höfn. Martellus Bennett spilar sem innherji og átti marga flotta leiki á tímabilinu og var þarna að vinna sinn fyrsta NFL-meistaratitil. Martellus Bennett samdi hinsvegar ekki aftur við New England Patriots og mun því ekki fá sendingar hinum frábæra Tom Brady á 2017-tímabilinu. Bennett þarf þó ekki að örvænta því hann gerði þriggja ára samning við Green Bay Packers. Aaron Rodgers ræður þar ríkjum í leikstjórnendahlutverkinu og hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Martellus Bennett getur því talist afar heppinn með þjónustu í sendingum, bæði í fyrra (Brady) og á komandi tímabili (Rodgers). Hann sjálfur tjáði sig á frekar fyndinn hátt um vistaskiptin. „Þetta er eins og að hætta með J.Lo og byrja með Halle Berry,“ sagði Martellus Bennett í viðtali við Houston Chronicle. „Við tölum mikið saman og ég er mjög spenntur að fá að spila með hinum. Við höfum þekkt hvorn annan í dágóðan tíma. Ég er að læra leikstjórnenda-tungumálið hans og sýna honum hvernig leikmaður ég er. Ég tel mig vera mun betri leikmann en þeir halda að ég sé,“ sagði Bennett. Martellus Bennett er þrítugur og hefur spilað í deildinni frá árinu 2008. Hann hefur skorað 30 snertimörk á ferlinum þar af komu 7 þeirra á síðasta tímabili með New England Patriots sem var nýtt persónulegt met. NFL-tímabilið hefst í september en það kemur í ljós í næstu viku hvenær liðin spila og á móti hverjum.Martellus BennettVísir/Getty NFL Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Sjá meira
Ummæli NFL-leikmannsins Martellus Bennett um vistaskipti sín hafa vakið talsverða athygli. Bennett varð NFL-meistari með New England Patriots á síðasta tímabili og margir muna eftir eftirminnilegum dansi hans með klappastýrunum hjá Patriots eftir að sigurinn var í höfn. Martellus Bennett spilar sem innherji og átti marga flotta leiki á tímabilinu og var þarna að vinna sinn fyrsta NFL-meistaratitil. Martellus Bennett samdi hinsvegar ekki aftur við New England Patriots og mun því ekki fá sendingar hinum frábæra Tom Brady á 2017-tímabilinu. Bennett þarf þó ekki að örvænta því hann gerði þriggja ára samning við Green Bay Packers. Aaron Rodgers ræður þar ríkjum í leikstjórnendahlutverkinu og hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Martellus Bennett getur því talist afar heppinn með þjónustu í sendingum, bæði í fyrra (Brady) og á komandi tímabili (Rodgers). Hann sjálfur tjáði sig á frekar fyndinn hátt um vistaskiptin. „Þetta er eins og að hætta með J.Lo og byrja með Halle Berry,“ sagði Martellus Bennett í viðtali við Houston Chronicle. „Við tölum mikið saman og ég er mjög spenntur að fá að spila með hinum. Við höfum þekkt hvorn annan í dágóðan tíma. Ég er að læra leikstjórnenda-tungumálið hans og sýna honum hvernig leikmaður ég er. Ég tel mig vera mun betri leikmann en þeir halda að ég sé,“ sagði Bennett. Martellus Bennett er þrítugur og hefur spilað í deildinni frá árinu 2008. Hann hefur skorað 30 snertimörk á ferlinum þar af komu 7 þeirra á síðasta tímabili með New England Patriots sem var nýtt persónulegt met. NFL-tímabilið hefst í september en það kemur í ljós í næstu viku hvenær liðin spila og á móti hverjum.Martellus BennettVísir/Getty
NFL Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Sjá meira