Fótbolti

Strákarnir hans Ólafs sprungu á limminu í framlengingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur ræðir við sína menn.
Ólafur ræðir við sína menn. vísir/getty
Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Randers voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar.

Randers mætti Bröndby í dag í 8-liða úrslitunum í dag og þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma leiddu strákarnir hans Ólafs, 2-1.

En Hany Mukhtar jafnaði metin á ögurstundu og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Bröndby sterkari aðilinn, skoraði tvö mörk og tryggði sér 2-4 sigur og sæti í undanúrslitunum.

Hannes Þór Halldórsson sat á bekknum hjá Randers. Hjörtur Hermannsson byrjaði á bekknum hjá Bröndby en kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og átti þátt í ótrúlegri endurkomu liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×