Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 21:17 Oscar Munoz, segir að flugfélagið muni sjá til þess að nokkuð þessu líkt muni ekki koma fyrir aftur. Vísir/Getty Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines, Oscar Munoz, hefur beðist opinberlega afsökunar fyrir hönd flugfélagsins, fyrir að hafa dregið farþega út úr vél á vegum félagsins, sem ekki vildi gefa upp sæti sitt í yfirbókuðu flugi. BBC greinir frá. Umrætt atvik átti sér stað um borð í vél félagsins nú á dögunum, sem fljúga átti frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Á flugvellinum var fjórum farþegum boðið að yfirgefa vélina gegn 400 dollara greiðslu, til að greiða götu fyrir fjórum starfsmönnum félagsins. Enginn lét þó tilleiðast og var því ákveðið að draga fjóra af handahófi. Þar með talið var læknir einn, sem alls ekki vildi yfirgefa sæti sitt, vinnu sinnar vegna og var þá brugðið á það ráð að draga hann úr vélinni, með valdi, í atviki sem náðist á myndband og vakti mikla athygli en læknirinn var meðal annars blóðugur í framan.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistAtvikið hefur meðal annars valdið því að hlutabréf í móðurfélagi flugfélagsins, United Continental Holdings, féllu um fjögur prósent í verði, vegna mikillar óánægju. Samkvæmt tilkynningu forstjórans er hann harmi sleginn vegna atviksins og „hafa myndbönd af atvikinu valdið honum miklu hugarangri.“ Hann segir að félagið muni fara yfir nákvæmlega hvað það var sem gerðist og „tryggja að nokkuð þessu líkt muni aldrei koma fyrir aftur.“ Ljóst er að forstjórinn hefur skipt um skoðun, en hann hafði nýlega varið ákvörðun áhafnarinnar og sagt hana eiga rétt á sér. Einn starfsmaður flugvallarins, sem tók þátt í því að draga lækninn úr flugvélinni, hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Þá eru bandarísk flugmálayfirvöld jafnframt með það til rannsóknar, hvort að United flugfélagið hafi farið eftir settum reglum hvað varðar yfirbókanir, en allajafna er farþegum tilkynnt um slíkt áður en þeir eru mættir í flugvélina. Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines, Oscar Munoz, hefur beðist opinberlega afsökunar fyrir hönd flugfélagsins, fyrir að hafa dregið farþega út úr vél á vegum félagsins, sem ekki vildi gefa upp sæti sitt í yfirbókuðu flugi. BBC greinir frá. Umrætt atvik átti sér stað um borð í vél félagsins nú á dögunum, sem fljúga átti frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Á flugvellinum var fjórum farþegum boðið að yfirgefa vélina gegn 400 dollara greiðslu, til að greiða götu fyrir fjórum starfsmönnum félagsins. Enginn lét þó tilleiðast og var því ákveðið að draga fjóra af handahófi. Þar með talið var læknir einn, sem alls ekki vildi yfirgefa sæti sitt, vinnu sinnar vegna og var þá brugðið á það ráð að draga hann úr vélinni, með valdi, í atviki sem náðist á myndband og vakti mikla athygli en læknirinn var meðal annars blóðugur í framan.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistAtvikið hefur meðal annars valdið því að hlutabréf í móðurfélagi flugfélagsins, United Continental Holdings, féllu um fjögur prósent í verði, vegna mikillar óánægju. Samkvæmt tilkynningu forstjórans er hann harmi sleginn vegna atviksins og „hafa myndbönd af atvikinu valdið honum miklu hugarangri.“ Hann segir að félagið muni fara yfir nákvæmlega hvað það var sem gerðist og „tryggja að nokkuð þessu líkt muni aldrei koma fyrir aftur.“ Ljóst er að forstjórinn hefur skipt um skoðun, en hann hafði nýlega varið ákvörðun áhafnarinnar og sagt hana eiga rétt á sér. Einn starfsmaður flugvallarins, sem tók þátt í því að draga lækninn úr flugvélinni, hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Þá eru bandarísk flugmálayfirvöld jafnframt með það til rannsóknar, hvort að United flugfélagið hafi farið eftir settum reglum hvað varðar yfirbókanir, en allajafna er farþegum tilkynnt um slíkt áður en þeir eru mættir í flugvélina.
Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent