Stórveldi hyggjast ekki beita Rússa þvingunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Utanríkisráðherrar Japans, Þýskalands og Bretlands sjást hér á bak við Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. vísir/epa G7 ríkin höfnuðu í gær tillögu Breta um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna stuðnings þeirra við ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi. Var krafan sett fram í kjölfar efnavopnaárásar á bæinn Khan Sheikhoun sem talið er að sýrlenski herinn hafi staðið að. Alls féllu 89 í árásinni. Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands, Japans, Ítalíu, Þýskalands, Frakklands og Kanada, auk Evrópusambandsins, funduðu á Ítalíu í gær. Angelino Alfano, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði ríkin frekar vilja leysa úr deilunni með diplómatískum hætt. „Við teljum Rússa hafa það vogarafl sem þarf til að fá Assad til að standa við vopnahléssamninga sem hafa verið gerðir,“ sagði Alfano. Í kjölfar efnavopnaárásarinnar réðust Bandaríkjamenn á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Talið er að efnavopnaárásarliðið hafi flogið þaðan og til Khan Sheikhoun. Var 59 Tomahawk-eldflaugum skotið á flugvöllinn. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um gagnárásina í gær. Sagði hann að árásin hefði ónýtt töluvert af eldsneytis- og skotfærabirgðum Sýrlandshers, skaðað loftvarnarkerfi þeirra og eyðilagt fimmtung herflugvéla. Á blaðamannafundi í gær sagði Tillerson að sú árás hefði verið nauðsynleg til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. „Við viljum ekki að efnavopnabúr sýrlenska hersins falli í hendur ISIS eða annarra hryðjuverkasamtaka sem gætu viljað ráðast á Bandaríkin eða bandamenn okkar,“ sagði Tillerson. „Bandaríkin sjá ekki fyrir sér að ríkisstjórn Assads geti setið lengur þar sem hún hefur tapað réttmæti sínu með þessum árásum,“ sagði hann enn fremur. Um helgina tók Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í sama streng og sagði Bandaríkin vilja koma Assad frá. Sama dag sagði Tillerson það ekki forgangsatriði. Aðalatriðið væri að sigrast á ISIS. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta virðist því hafa skipt um skoðun. Sjálfur sagði Trump áður en hann tók við embætti að Bandaríkin ættu ekki að standa að því að koma fleiri leiðtogum Mið-Austurlanda frá völdum. Eftir fundinn á Ítalíu hélt Tillerson til Moskvu til fundar við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Greinandi BBC segir ólíklegt að Tillerson takist að fá Rússa til að snúa baki við Assad þar sem Sýrlendingar eru helstu bandamenn Rússa í Mið-Austurlöndum. Einnig hafi Rússar varið miklum tíma og fé í stuðning sinn við Assad. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
G7 ríkin höfnuðu í gær tillögu Breta um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna stuðnings þeirra við ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi. Var krafan sett fram í kjölfar efnavopnaárásar á bæinn Khan Sheikhoun sem talið er að sýrlenski herinn hafi staðið að. Alls féllu 89 í árásinni. Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands, Japans, Ítalíu, Þýskalands, Frakklands og Kanada, auk Evrópusambandsins, funduðu á Ítalíu í gær. Angelino Alfano, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði ríkin frekar vilja leysa úr deilunni með diplómatískum hætt. „Við teljum Rússa hafa það vogarafl sem þarf til að fá Assad til að standa við vopnahléssamninga sem hafa verið gerðir,“ sagði Alfano. Í kjölfar efnavopnaárásarinnar réðust Bandaríkjamenn á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Talið er að efnavopnaárásarliðið hafi flogið þaðan og til Khan Sheikhoun. Var 59 Tomahawk-eldflaugum skotið á flugvöllinn. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um gagnárásina í gær. Sagði hann að árásin hefði ónýtt töluvert af eldsneytis- og skotfærabirgðum Sýrlandshers, skaðað loftvarnarkerfi þeirra og eyðilagt fimmtung herflugvéla. Á blaðamannafundi í gær sagði Tillerson að sú árás hefði verið nauðsynleg til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. „Við viljum ekki að efnavopnabúr sýrlenska hersins falli í hendur ISIS eða annarra hryðjuverkasamtaka sem gætu viljað ráðast á Bandaríkin eða bandamenn okkar,“ sagði Tillerson. „Bandaríkin sjá ekki fyrir sér að ríkisstjórn Assads geti setið lengur þar sem hún hefur tapað réttmæti sínu með þessum árásum,“ sagði hann enn fremur. Um helgina tók Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í sama streng og sagði Bandaríkin vilja koma Assad frá. Sama dag sagði Tillerson það ekki forgangsatriði. Aðalatriðið væri að sigrast á ISIS. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta virðist því hafa skipt um skoðun. Sjálfur sagði Trump áður en hann tók við embætti að Bandaríkin ættu ekki að standa að því að koma fleiri leiðtogum Mið-Austurlanda frá völdum. Eftir fundinn á Ítalíu hélt Tillerson til Moskvu til fundar við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Greinandi BBC segir ólíklegt að Tillerson takist að fá Rússa til að snúa baki við Assad þar sem Sýrlendingar eru helstu bandamenn Rússa í Mið-Austurlöndum. Einnig hafi Rússar varið miklum tíma og fé í stuðning sinn við Assad.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent