Stjórnvöld níðast á öldruðum Björgvin Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum. Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017! Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði! Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér. Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum. Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017! Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði! Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér. Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun