Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. apríl 2017 06:00 Fjölmenni minntist látinna á götum Stokkhólms. Nordicphotos/AFP Búið var að vísa hinum 39 ára Úsbeka, Rakhmat Akilov, sem játaði í gær að hafa framið hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á föstudag, úr landi. Umsókn hans um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Frá þessu greindi sænska lögreglan á blaðamannafundi í gær en maðurinn er nú í haldi lögreglu. Líkt og í Nice í Frakklandi og Berlín í Þýskalandi í fyrra ók árásarmaður vöruflutningabíl inn í hóp fólks. Í þessu tilfelli var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms. Þá var annar maður handtekinn og er hann einnig grunaður um aðild að árásinni. Lögregla sagði hann liggja undir grun um að hafa framið hryðjuverk en Reuters greindi frá því að maðurinn lægi undir minni grun en Akilov. Akilov sótti um dvalarleyfi árið 2014 en eins og áður segir var umsókn hans hafnað. Í desember síðastliðnum fékk hann fjögurra vikna frest til að koma sér úr landi. Þá hvarf hann og hafði lögregla leitað hans vikum saman. Samkvæmt lögreglu hafði hann lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið. Þá greindu sænskir fjölmiðlar frá því að hann ætti vini í samtökunum Hizb ut-Tharir og lýst sjálfum sér í atvinnuviðtali sem sprengjusérfræðingi. Expressen greindi frá því í gær að Akilov hefði játað glæpinn. Þá hefði hann sagt við lögreglumenn að hann væri ánægður með það sem hann hefði gert og það hafi heppnast vel. Alls létust fjórir í árásinni. Tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi. Fimmtán særðust. Maður var stöðvaður í miðborg Oslóar um helgina þar sem hann var gangandi með sprengju í kassa. Norska öryggislögreglan hefur nú tekið yfir rannsókn þess máls. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Búið var að vísa hinum 39 ára Úsbeka, Rakhmat Akilov, sem játaði í gær að hafa framið hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á föstudag, úr landi. Umsókn hans um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Frá þessu greindi sænska lögreglan á blaðamannafundi í gær en maðurinn er nú í haldi lögreglu. Líkt og í Nice í Frakklandi og Berlín í Þýskalandi í fyrra ók árásarmaður vöruflutningabíl inn í hóp fólks. Í þessu tilfelli var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms. Þá var annar maður handtekinn og er hann einnig grunaður um aðild að árásinni. Lögregla sagði hann liggja undir grun um að hafa framið hryðjuverk en Reuters greindi frá því að maðurinn lægi undir minni grun en Akilov. Akilov sótti um dvalarleyfi árið 2014 en eins og áður segir var umsókn hans hafnað. Í desember síðastliðnum fékk hann fjögurra vikna frest til að koma sér úr landi. Þá hvarf hann og hafði lögregla leitað hans vikum saman. Samkvæmt lögreglu hafði hann lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið. Þá greindu sænskir fjölmiðlar frá því að hann ætti vini í samtökunum Hizb ut-Tharir og lýst sjálfum sér í atvinnuviðtali sem sprengjusérfræðingi. Expressen greindi frá því í gær að Akilov hefði játað glæpinn. Þá hefði hann sagt við lögreglumenn að hann væri ánægður með það sem hann hefði gert og það hafi heppnast vel. Alls létust fjórir í árásinni. Tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi. Fimmtán særðust. Maður var stöðvaður í miðborg Oslóar um helgina þar sem hann var gangandi með sprengju í kassa. Norska öryggislögreglan hefur nú tekið yfir rannsókn þess máls.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira