Svala stíliserar sig sjálf á Eurovision Ritstjórn skrifar 30. apríl 2017 08:30 Glamour/Getty „Ég hannaði búninginn með tveimur góðum vinum mínum í LA sem eru geggjaðir fatahönnuðir. Þeir heita John Sakalis og Eddie Debarr og þeir eru að fara byrja með svaka flott merki sem heitir Phenom,“ segir söngkonan Svala Björgvins sem er á lokametrunum í undibúningi fyrir Eurovisionkeppnina en í dag eru 9 dagar í að hún stígi á svið fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppninni í Kænugarði og flytur lagið Paper. Glamour hafði samband við Svölu til að forvitnast um í hverju hún ætlaði að klæðast á stóra sviðinu í Úkraínu. Svala hefur oftar en einu sinni verið valin best klædda kona landsins og annáluð smekkkona með mjög persónulegan stíl. Það kemur því ekki á óvart að Svala ætlar að vera sinni eiginn stílisti úti. „Ég er ekki með stílista með mér því ég elska að sjá um mína eigin stíliseringu og hef gert það í meira en 10 ár Ég mun samt vera í íslenskri hönnun í Kiev, á hinum ýmsu galapartýum og uppákomum,“ segir Svala en nóg er yfirleitt um að vera í aðdraganda keppninnar og því mörg tækifæri til að klæða sig upp. „Ég verð til dæmis í fötum frá Hildi Yeoman, Another Creation, Andrea, Rey, Shoplifter og Aftur.“ Svala tekur samt með sér sama teymi og hún var með með í keppninni hérna heima til að sjá um förðunina og hárið en það eru þau Ásgeir og Begga frá Mask Academy. „Ég verði með sama hárið en öðruvísi förðun því búningurinn er nýr og allt öðruvísi en fötin sem ég var í á Íslandi. Ég verð samt í hvítu aftur.“ Það verður spennandi að fylgjast með Svölu í Úkraínu en hún heldur út í dag. Glamour mun að sjálfsögðu fylgjast vel með Eurovision tískunni sem er að taka yfir næstu tvær vikurnar. Svala ætlar aftur að klæðast hvítu í Kiev.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga.Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina.Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Fittings with @xyrx #fashion #design #dress A post shared by SVALA (@svalakali) on Apr 26, 2017 at 4:08am PDT Húrra photoshoot today with an amazing team @e.logi @alexandersig @andrearofn @hurrareykjavik @helgiomarsson #photoshoot #silverboots #girlpower #eurovision2017 #fenty #puma #rihannapuma #fashion A post shared by SVALA (@svalakali) on Apr 28, 2017 at 3:43pm PDT @svalakali megababe í síðkjól frá @hilduryeoman opið til kl 18 í dag, hlökkum til að sjá ykkur A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) on Apr 28, 2017 at 6:47am PDT Eurovision Glamour Tíska Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour
„Ég hannaði búninginn með tveimur góðum vinum mínum í LA sem eru geggjaðir fatahönnuðir. Þeir heita John Sakalis og Eddie Debarr og þeir eru að fara byrja með svaka flott merki sem heitir Phenom,“ segir söngkonan Svala Björgvins sem er á lokametrunum í undibúningi fyrir Eurovisionkeppnina en í dag eru 9 dagar í að hún stígi á svið fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppninni í Kænugarði og flytur lagið Paper. Glamour hafði samband við Svölu til að forvitnast um í hverju hún ætlaði að klæðast á stóra sviðinu í Úkraínu. Svala hefur oftar en einu sinni verið valin best klædda kona landsins og annáluð smekkkona með mjög persónulegan stíl. Það kemur því ekki á óvart að Svala ætlar að vera sinni eiginn stílisti úti. „Ég er ekki með stílista með mér því ég elska að sjá um mína eigin stíliseringu og hef gert það í meira en 10 ár Ég mun samt vera í íslenskri hönnun í Kiev, á hinum ýmsu galapartýum og uppákomum,“ segir Svala en nóg er yfirleitt um að vera í aðdraganda keppninnar og því mörg tækifæri til að klæða sig upp. „Ég verð til dæmis í fötum frá Hildi Yeoman, Another Creation, Andrea, Rey, Shoplifter og Aftur.“ Svala tekur samt með sér sama teymi og hún var með með í keppninni hérna heima til að sjá um förðunina og hárið en það eru þau Ásgeir og Begga frá Mask Academy. „Ég verði með sama hárið en öðruvísi förðun því búningurinn er nýr og allt öðruvísi en fötin sem ég var í á Íslandi. Ég verð samt í hvítu aftur.“ Það verður spennandi að fylgjast með Svölu í Úkraínu en hún heldur út í dag. Glamour mun að sjálfsögðu fylgjast vel með Eurovision tískunni sem er að taka yfir næstu tvær vikurnar. Svala ætlar aftur að klæðast hvítu í Kiev.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga.Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina.Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Fittings with @xyrx #fashion #design #dress A post shared by SVALA (@svalakali) on Apr 26, 2017 at 4:08am PDT Húrra photoshoot today with an amazing team @e.logi @alexandersig @andrearofn @hurrareykjavik @helgiomarsson #photoshoot #silverboots #girlpower #eurovision2017 #fenty #puma #rihannapuma #fashion A post shared by SVALA (@svalakali) on Apr 28, 2017 at 3:43pm PDT @svalakali megababe í síðkjól frá @hilduryeoman opið til kl 18 í dag, hlökkum til að sjá ykkur A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) on Apr 28, 2017 at 6:47am PDT
Eurovision Glamour Tíska Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour