Fjölmargir leikir fóru fram í 64-úrslitum norsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag.
Matthías Vilhjálmsson skoraði bæði mörk Rosenborg í 0-2 útisigri á Strindheim. Matthías er því kominn með þrjú mörk á tímabilinu. Rosenborg hefur unnið bikarkeppnina undanfarin tvö ár.
Óttar Magnús Karlsson fékk tækifæri í byrjunarliði Molde gegn Volda og nýtti það vel. Víkingurinn skoraði eitt marka Molde í 2-3 sigri. Þetta var fyrsta mark Óttars fyrir Molde í keppnisleik.
Viðar Ari Jónsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brann og þakkaði traustið með því að leggja upp mark í 0-7 sigri á Austevoll.
Adam Örn Arnarson var í byrjunarliði Aalesund sem vann 3-5 sigur á Herd eftir framlengingu. Ingólfur Örn Kristjánsson, fyrrum leikmaður Víkings Ó., Grundarfjarðar og Völsungs, skoraði eitt marka Herd.
Matthías með bæði mörk Rosenborg í bikarsigri
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn





Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR
Íslenski boltinn

