Freyr: Höfum engu að tapa á móti Þýskalandi sem enginn vildi mæta Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 12:00 Freyr Alexandersson var líklega ekki kátur með dráttinn í gær. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var ekki beint heppið með drátt í gær þegar dregið var til undankeppni HM 2019 í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Mótið fer fram í Frakklandi. Stelpurnar okkar voru í öðrum styrkleikaflokki og fengu Evrópu- og Ólympíumeistara Þýskalands með sér í riðil úr efsta styrkleikaflokknum. Þýskaland hefur um árabil verið eitt allra besta lið heims og eru áttfaldi Evrópumeistarar. Auk Þýskalands eru í riðlinum Slóvenar, sem Ísland var með í riðli í undankeppni EM 2017, Tékkar og Færeyingar. „Þýskaland er auðvitað lið sem enginn vildi fá en við lítum svo á að við höfum engu að tapa í þeim leik og það væri ágætt að vera sú þjóð sem sér til þess að Þýskaland fari ekki á HM,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í viðtali á heimasíðu KSÍ. Íslenska liðið hefur aldrei komist á HM en leiðin þangað er mjög erfið. Aðeins efstu liðin í þeim sjö fimm liða riðlum sem dregið var í komast til Frakklands eftir tvö ár og fjögur bestu liðin í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sæti Evrópu á heimsmeistaramótinu. „Það eru alltaf möguleikar til staðar og okkar möguleiki er sá að verða eitt af þeim fjórum liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti og við verðum að einbeita okkur að því til að komast í lokakeppni HM í Frakklandi,“ segir Freyr. „Á sama tíma munum við láta Þjóðverja hafa verulega fyrir hlutunum í baráttunni um efsta sætið. Við þekkjum lið Slóveníu mjög vel og Tékkland er með gott lið sem er á uppleið,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var ekki beint heppið með drátt í gær þegar dregið var til undankeppni HM 2019 í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Mótið fer fram í Frakklandi. Stelpurnar okkar voru í öðrum styrkleikaflokki og fengu Evrópu- og Ólympíumeistara Þýskalands með sér í riðil úr efsta styrkleikaflokknum. Þýskaland hefur um árabil verið eitt allra besta lið heims og eru áttfaldi Evrópumeistarar. Auk Þýskalands eru í riðlinum Slóvenar, sem Ísland var með í riðli í undankeppni EM 2017, Tékkar og Færeyingar. „Þýskaland er auðvitað lið sem enginn vildi fá en við lítum svo á að við höfum engu að tapa í þeim leik og það væri ágætt að vera sú þjóð sem sér til þess að Þýskaland fari ekki á HM,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í viðtali á heimasíðu KSÍ. Íslenska liðið hefur aldrei komist á HM en leiðin þangað er mjög erfið. Aðeins efstu liðin í þeim sjö fimm liða riðlum sem dregið var í komast til Frakklands eftir tvö ár og fjögur bestu liðin í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sæti Evrópu á heimsmeistaramótinu. „Það eru alltaf möguleikar til staðar og okkar möguleiki er sá að verða eitt af þeim fjórum liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti og við verðum að einbeita okkur að því til að komast í lokakeppni HM í Frakklandi,“ segir Freyr. „Á sama tíma munum við láta Þjóðverja hafa verulega fyrir hlutunum í baráttunni um efsta sætið. Við þekkjum lið Slóveníu mjög vel og Tékkland er með gott lið sem er á uppleið,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00