Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 08:00 Serena Williams hefur unnið 23 risatitla eða fleiri en nokkur önnur kona. vísir/getty Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur svarað ógeðfelldum ummælum rúmenska þjálfarans Ilie Nastase sem á sínum tíma var sá besti í heimi en er nú þjálfari rúmenska landsliðsins. Serena er ólétt og mun eignast sitt fysta barn síðar ár árinu. Rúmenska tenniskonan Simona Halep var spurð út í þessar fréttir á blaðamannafundi um helgina en þá heyrðist Nastase segja við sessunaut sinn: „Við skulum sjá hvernig það verður á litinn. Ætli þetta verði ekki súkkulaði með mjólk,“ sagði hann en Serena er gift Alexis Ohanian, einum af stofnendum vefsíðunnar Reddit. Hann er hvítur.Ilie Nastase var eitt sinn besti tennismaður heims.vísir/gettyHeldur áfram að berjast Serena gerði ekkert í málinu fyrstu dagana en birti í gærkvöldi yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem segir meðal annars: „Það hryggir mig að við búum í samfélagi þar sem fólk eins og Ilie Nastase getur sagt svona hluti sem eru bara kynþáttaníð. Ég hef sagt það áður og segir á ný að þó við séum komin mjög langt í þessum málefnum er langur vegur eftir.“ „Hvorki þetta né nokkuð annað mun aftra mér í að útdeila ást, ljósi og jákvæðni í allt sem ég geri. Ég mun halda áfram að vera leiðtogi og berjast fyrir því sem ég tel vera rétt,“ segir Serena Williams. Síðustu dagar eru heldur betur búnir að vera skrautlegir hjá rúmenska rugludallinum Nastase því hann gerði sig að fífli í Fed-bikarnum um helgina. Þar var hann úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóðatennissambandsins eftir að kalla Jo Kontu, bestu tenniskonu Breta, „helvítis tík“ í miðjum leik. Nastase var rekinn af svæðinu og í framhaldinu úrskurðaður í bann frá öllum mótum. A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Apr 24, 2017 at 12:58pm PDT Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur svarað ógeðfelldum ummælum rúmenska þjálfarans Ilie Nastase sem á sínum tíma var sá besti í heimi en er nú þjálfari rúmenska landsliðsins. Serena er ólétt og mun eignast sitt fysta barn síðar ár árinu. Rúmenska tenniskonan Simona Halep var spurð út í þessar fréttir á blaðamannafundi um helgina en þá heyrðist Nastase segja við sessunaut sinn: „Við skulum sjá hvernig það verður á litinn. Ætli þetta verði ekki súkkulaði með mjólk,“ sagði hann en Serena er gift Alexis Ohanian, einum af stofnendum vefsíðunnar Reddit. Hann er hvítur.Ilie Nastase var eitt sinn besti tennismaður heims.vísir/gettyHeldur áfram að berjast Serena gerði ekkert í málinu fyrstu dagana en birti í gærkvöldi yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem segir meðal annars: „Það hryggir mig að við búum í samfélagi þar sem fólk eins og Ilie Nastase getur sagt svona hluti sem eru bara kynþáttaníð. Ég hef sagt það áður og segir á ný að þó við séum komin mjög langt í þessum málefnum er langur vegur eftir.“ „Hvorki þetta né nokkuð annað mun aftra mér í að útdeila ást, ljósi og jákvæðni í allt sem ég geri. Ég mun halda áfram að vera leiðtogi og berjast fyrir því sem ég tel vera rétt,“ segir Serena Williams. Síðustu dagar eru heldur betur búnir að vera skrautlegir hjá rúmenska rugludallinum Nastase því hann gerði sig að fífli í Fed-bikarnum um helgina. Þar var hann úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóðatennissambandsins eftir að kalla Jo Kontu, bestu tenniskonu Breta, „helvítis tík“ í miðjum leik. Nastase var rekinn af svæðinu og í framhaldinu úrskurðaður í bann frá öllum mótum. A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Apr 24, 2017 at 12:58pm PDT
Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira