Fangar komi vel fram við meintan morðingja Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. apríl 2017 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/GVA Afstaða, félag fanga, hélt nýverið fund í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem Thomas Möller Olsen, maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum, var aðalumfjöllunarefnið. Afstaða biðlaði á fundinum til annarra fanga að sýna Thomasi virðingu; ekki mætti koma fram við hann öðruvísi en við aðra fanga. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Það er oft svona þegar stór fjölmiðlamál eru annars vegar. Við höfðum fengið ábendingar þess efnis að aðrir fangar væru að hringja, til dæmis í blaðamenn, og tala digurbarkalega um hvernig þeir ætluðu að taka á móti Thomasi að þeir ætluðu að gera honum eitthvað. Þannig að við héldum þennan fund til öryggis, þó að svona mál leysist yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Guðmundur.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Á fundinum var tekið dæmi af öðrum fanga, sem er ákærður fyrir morð, en viðkomandi sé hluti af hópnum og ekki komið fram við hann öðruvísi en aðra fanga. Samkvæmt heimildum innan fangelsisins heldur Thomas sér nokkuð til hlés, nýtir ekki alla þá útivist sem hann á rétt á og á ekki í samskiptum við aðra fanga, komist hann hjá því. Samkvæmt sömu heimildum situr Thomas á gangi ásamt einum öðrum fanga. Guðmundur, sem sjálfur afplánar á Kvíabryggju, segist vita til þess að Thomas hafi kosið að vera mikið einn. „En allir fangar þurfa að umgangast fólk eitthvað. Það þarf að versla og svo framvegis. Þú hittir alltaf eitthvað af fólki. Fangelsið er lítið samfélag og menn þurfa að búa saman.“ Fréttablaðið greindi frá því í janúar að afplánunarfangar á Litla-Hrauni hefðu fylgst afar náið með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Stemningin innan fangelsisins hefði bent til þess að ekki væri hægt að vista manninn þar. Mikillar reiði hefði gætt meðal íslensku fanganna á Litla-Hrauni. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekari deildaskiptingu og öðruvísi eftirlit. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hélt nýverið fund í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem Thomas Möller Olsen, maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum, var aðalumfjöllunarefnið. Afstaða biðlaði á fundinum til annarra fanga að sýna Thomasi virðingu; ekki mætti koma fram við hann öðruvísi en við aðra fanga. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Það er oft svona þegar stór fjölmiðlamál eru annars vegar. Við höfðum fengið ábendingar þess efnis að aðrir fangar væru að hringja, til dæmis í blaðamenn, og tala digurbarkalega um hvernig þeir ætluðu að taka á móti Thomasi að þeir ætluðu að gera honum eitthvað. Þannig að við héldum þennan fund til öryggis, þó að svona mál leysist yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Guðmundur.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Á fundinum var tekið dæmi af öðrum fanga, sem er ákærður fyrir morð, en viðkomandi sé hluti af hópnum og ekki komið fram við hann öðruvísi en aðra fanga. Samkvæmt heimildum innan fangelsisins heldur Thomas sér nokkuð til hlés, nýtir ekki alla þá útivist sem hann á rétt á og á ekki í samskiptum við aðra fanga, komist hann hjá því. Samkvæmt sömu heimildum situr Thomas á gangi ásamt einum öðrum fanga. Guðmundur, sem sjálfur afplánar á Kvíabryggju, segist vita til þess að Thomas hafi kosið að vera mikið einn. „En allir fangar þurfa að umgangast fólk eitthvað. Það þarf að versla og svo framvegis. Þú hittir alltaf eitthvað af fólki. Fangelsið er lítið samfélag og menn þurfa að búa saman.“ Fréttablaðið greindi frá því í janúar að afplánunarfangar á Litla-Hrauni hefðu fylgst afar náið með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Stemningin innan fangelsisins hefði bent til þess að ekki væri hægt að vista manninn þar. Mikillar reiði hefði gætt meðal íslensku fanganna á Litla-Hrauni. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekari deildaskiptingu og öðruvísi eftirlit. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27
Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15
Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00