Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 19:42 Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs.Klíníkin Ármúla fékk í janúar staðfestingu frá embætti landlæknis á að starfsemi með fimm daga legudeild uppfyllti faglegar lágmarkskröfur, meðal annars um mönnun, húsnæði og tæki. Í kjölfarið hófst umræða um hvort starfsemin þyrfti leyfi frá heilbrigðisráðherra. Skoðun landlæknis var sú að um væri að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og því þyrfti lögum samkvæmt leyfi ráðherra. Velferðarráðuneytið var þessu ósammála og taldi að líta bæri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og því væri ekki þörf á leyfi ráðherra.Þróast nánast stjórnlaustEins og staðan er í dag, hvaða áhrif hefur þessi túlkun að ekki þurfi leyfi ráðherra fyrir svona starfsemi? „Hún hefur í raun þau áhrif að einkarekstur, sem þá er fjármagnaður af ríkinu, hann þróast áfram, nánast stjórnlaust, vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,” segir Birgir Jakobsson, landlæknir.Á kostnað ríkisins Að mati landlæknis er staðan í dag því þessi: Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga legudeildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þá geta þær stofnanir fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Að mati landlæknis mun einkarekstur því halda áfram að aukast án neinna takmarkanna á kostnað ríkisins. „Það er alls ekki viðunandi að mínu mati. Vegna þess að í nýlegri skýrslu sem að Ríkisendurskoðun birtir um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu þá kemur þar fram að fjármagn eða raunútgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs,” segir Birgir.Segja upp samningi LR og SÍ Hann segir lagalegan ágreining sem þennan milli ráðuneytisins og landlæknis bagalegan.Hvað þarf að gera til að leysa þessa stöðu, breyta lögum? „Já nema lögfræðingar komi sér saman um sameiginlega túlkun. Eða, ég held að raunverulega sé leið fram hjá þessu sú að segja upp samningi LR og SÍ og stöðva inntöku lækna á þann samning,” segir Birgir. Samningur Sjúkratrygginga og sérgreinalækna sem Birgir vísar til rennur út á næsta ári. „Ég held að við getum alveg hæglega komið með aðrar aðgerðir í staðinn fyrir þennan samning og fylgt lögum um sjúkratryggingar raunverulega. Vegna þess að þar er talið að ríkið eigi að kaupa heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu. Gera kröfur um magn, gæði, aðgengileika og síðan að koma sér saman um hvað á maður að greiða fyrir þjónustuna,” segir Birgir. Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira
Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs.Klíníkin Ármúla fékk í janúar staðfestingu frá embætti landlæknis á að starfsemi með fimm daga legudeild uppfyllti faglegar lágmarkskröfur, meðal annars um mönnun, húsnæði og tæki. Í kjölfarið hófst umræða um hvort starfsemin þyrfti leyfi frá heilbrigðisráðherra. Skoðun landlæknis var sú að um væri að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og því þyrfti lögum samkvæmt leyfi ráðherra. Velferðarráðuneytið var þessu ósammála og taldi að líta bæri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og því væri ekki þörf á leyfi ráðherra.Þróast nánast stjórnlaustEins og staðan er í dag, hvaða áhrif hefur þessi túlkun að ekki þurfi leyfi ráðherra fyrir svona starfsemi? „Hún hefur í raun þau áhrif að einkarekstur, sem þá er fjármagnaður af ríkinu, hann þróast áfram, nánast stjórnlaust, vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,” segir Birgir Jakobsson, landlæknir.Á kostnað ríkisins Að mati landlæknis er staðan í dag því þessi: Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga legudeildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þá geta þær stofnanir fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Að mati landlæknis mun einkarekstur því halda áfram að aukast án neinna takmarkanna á kostnað ríkisins. „Það er alls ekki viðunandi að mínu mati. Vegna þess að í nýlegri skýrslu sem að Ríkisendurskoðun birtir um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu þá kemur þar fram að fjármagn eða raunútgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs,” segir Birgir.Segja upp samningi LR og SÍ Hann segir lagalegan ágreining sem þennan milli ráðuneytisins og landlæknis bagalegan.Hvað þarf að gera til að leysa þessa stöðu, breyta lögum? „Já nema lögfræðingar komi sér saman um sameiginlega túlkun. Eða, ég held að raunverulega sé leið fram hjá þessu sú að segja upp samningi LR og SÍ og stöðva inntöku lækna á þann samning,” segir Birgir. Samningur Sjúkratrygginga og sérgreinalækna sem Birgir vísar til rennur út á næsta ári. „Ég held að við getum alveg hæglega komið með aðrar aðgerðir í staðinn fyrir þennan samning og fylgt lögum um sjúkratryggingar raunverulega. Vegna þess að þar er talið að ríkið eigi að kaupa heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu. Gera kröfur um magn, gæði, aðgengileika og síðan að koma sér saman um hvað á maður að greiða fyrir þjónustuna,” segir Birgir.
Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira