Nýtt danskt heimsveldi Stefán Pálsson skrifar 30. apríl 2017 09:00 Alfred Råvad hafði brennandi áhuga á stjórnmálum og þar líkt og á öðrum sviðum var hann maður stórra hugmynda. Hann var gallharður þjóðernissinni og taldi Danmörku á verulegum villigötum. Í síðasta pistli var fjallað um danska arkitektinn Alfred Råvad, þátt hans í þróun skipulagsmála í Chicago-borg og dvöl hans hjá Thor Jensen bróður sínum í Reykjavík árið 1915. Þann tíma nýtti Råvad til að kynna sér sitthvað í íslensku samfélagi og þá ekki aðeins atriði sem tengdust byggingarlist og bæjarskipulagi, heldur einnig stjórnmálum og efnahagslífi. Alfred Råvad hafði brennandi áhuga á stjórnmálum og þar líkt og á öðrum sviðum var hann maður stórra hugmynda. Hann var gallharður þjóðernissinni og taldi Danmörku á verulegum villigötum. Sár ósigur Dana gegn Prússum og Austurríkismönnum í stríðinu um Slésvík og Holtsetaland árið 1864 hvíldi enn sem mara á þjóðinni. Sífellt erfiðara var að horfa fram hjá þeirri staðreynd, að þrátt fyrir forna frægð gat Danmörk ekki lengur talist í hópi stórvelda Evrópu heldur var hún að breytast í áhrifalítið smáríki sem litlu skipti í valdatafli veigameiri ríkja. Ráðamenn jafnt sem almenningur voru, að mati Råvads, hættir að sjá út fyrir Eystrasalt og Norðursjó, en létu sér nægja agnarsmátt danskt þjóðríki. Dönsk þjóðernisvitund tók breytingum og fór í vaxandi mæli að snúast um að lofsyngja heiðvirt sveitalíf og smábúskap. Draumurinn um að ná að endurheimta eitthvað af hinum töpuðu landsvæðum syðst á Jótlandsskaga var drifkrafturinn í danskri utanríkisstefnu á seinni hluta nítjándu aldar og fram yfir fyrri heimsstyrjöldina. Færa má fyrir því rök að þessi stefna Dana hafi gert Íslendingum mögulegt að öðlast sjálfstæði, þar sem dönsk stjórnvöld gátu illa krafist þess að sjálfsákvörðunarréttur íbúa Slésvíkur og Holtsetalands yrði virtur en á sama tíma hundsað sjálfstæðiskröfur Íslendinga. Þetta taldi þjóðernissinninn Råvad til marks um algjört metnaðarleysi og hvatti landa sína í ræðu og riti til þess að hugsa stærra og byggja upp nýja og stóra Danmörku. Vaxtarmöguleikarnir lágu að hans mati í hjálendunum: Dönsku Vestur-Indíum, Færeyjum, Íslandi en þó fyrst og fremst Grænlandi. Verkefni næstu kynslóða væri að byggja þar upp ný og kröftug samfélög á dönskum forsendum. Råvad taldi sóknarfæri liggja í nýlendunni í Vestur-Indíum, þar sem reisa mætti stórskipahöfn til að þjóna siglingum um Panamaskurðinn, sem opnaður var árið 1914. Landbúnaðarframleiðslu á eyjunum, sem Råvad vildi kalla Pálmaeyjar, hafði hrakað á liðnum áratugum og komst arkitektinn að þeirri niðurstöðu að plantekruræktun með þeldökku vinnuafli væri úrelt fyrirbæri. Þess í stað ætti að stefna að ávaxtaræktun fyrir danska markaðinn, með dönskum bændum sem flytja myndu til eyjanna gegn loforði um jarðnæði og styrki. Hér var ansi seint í rassinn gripið, því dönsk stjórnvöld höfðu allt frá aldamótum unnið ötullega að því að selja Bandaríkjamönnum eyjarnar. Um svipað leyti og Råvad gaf hugmyndir sínar út á bók, var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku um söluna, sem samþykkt var með 2/3 hlutum atkvæða. Í kosningunni í Vestur-Indíum reyndust aðeins sjö kjósendur hlynntir því að halda sambandinu við Danmörku!Áhyggjur af Íslandi Á Íslandi sá Råvad fyrir sér mikil tækifæri í landbúnaði, sjávarútvegi og orkuvinnslu. Hann hafði hins vegar þungar áhyggjur af því að Danir svæfu á verðinum og leyfðu erlendum ríkjum að seilast til sífellt meiri áhrifa á Íslandi. Norðmenn væru umfangsmiklir í sjávarútvegi og sömu sögu mætti segja um Frakka, sem reyndu mjög að styrkja stöðu sína í landinu, til dæmis með því að reka flesta spítala í landinu. Að mati Råvads voru menningarleg áhrif Breta mest í landinu. Íslendingar vildu allir læra ensku og enskar bókmenntir væru þar í mestum metum. Þýsku áhrifanna gætti á hinn bóginn helst í verslun og viðskiptum, þar sem þýskur varningur hefði lengi verið áberandi í hillum verslana og væri afar eftirsóttur. Niðurstaða hans var því sú að þótt Ísland ætti að heita hluti af danska ríkinu, sæjust þess varla merki á götum Reykjavíkur. Þessu tómlæti Dana gagnvart Íslandi yrði að linna. Dönsk fyrirtæki yrðu að láta betur til sín taka á Íslandi og dönsk stjórnvöld að styrkja stöðu þeirra gagnvart útlendingum. Nauðsynlegt væri að efla stöðu Íslands innan danska ríkisins í stað þess að veita landinu stöðugt meira sjálfstæði sem að lokum hlyti að leiða til fulls aðskilnaðar. Råvad taldi forgangsmál að Íslendingar fengju sæti á danska þinginu. Væri þar rétt að miða við fjögur sæti, eitt fyrir hvern landsfjórðung og síðar mætti bæta því fimmta við þegar Reykvíkingar yrðu 50 þúsund talsins. Til að tryggja að Íslendingum þættu þeir velkomnir í stór-danska ríkinu væri tilvalið að taka upp sömu skipan og hjá bresku konungsfjölskyldunni, þar sem ríkisarfinn ber titilinn prinsinn af Wales. Þannig yrði danski krónprinsinn titlaður prins af Íslandi en sá sem næstur gengi í erfðaröð nefndist þá prins af Grænlandi. Í tengslum við þetta mætti koma upp embættisbústað á Íslandi sem meðlimir konungsfjölskyldunnar nýttu í heimsóknum sínum til landsins.Milljónasamfélag á Grænlandi Rauði þráðurinn í hugmyndum Råvads um Ísland var viðurkenning hans á að Íslendingar væru sérstök þjóð sem talaði sína eigin tungu og yrði að umgangast með virðingu til að særa ekki stolt hennar. Þannig yrði efling Íslands sem hluti af dönsku stórríki að gerast með þeim hætti að Íslendingum sjálfum fjölgaði. Tómt mál væri að tala um að flytja Dani í stórum stíl til Íslands, slíkt skilaði engum ágóða og gæti bara leitt til árekstra. Allt öðru máli gegndi um Grænland í huga skipulagsfræðingsins metnaðarfulla. Grænland væri ógnarstórt og þvert á það sem margir héldu, benti Råvad á, væri þar að finna ágæt landbúnaðarlönd. Lykillinn að nýtingu landgæða á Grænlandi væri að hanna nægilega hlý hús, sem arkitektinn treysti sér vel til að gera með því að horfa til fyrirmynda frá norðanverðri Skandinavíu.Alfred Råvad hafði brennandi áhuga á stjórnmálum og þar líkt og á öðrum sviðum var hann maður stórra hugmynda.Til að skjóta styrkari stoðum undir búreksturinn sá Råvad fyrir sér að rækta mætti nýtt og harðgert nautakyn með kynblöndun á sauðnautum og evrópskum stórgripum. Þá væri tilvalið að flytja mörgæsir frá Suðurhveli til Grænlands, sem hlytu að dafna þar vel og gætu gefið af sér góðar afurðir. Í huga Råvads hlyti uppbygging landbúnaðar á Grænlandi að vera í höndum danskra bænda, þótt sjálfsagt væri að bjóða nokkrum hópi ungra íslenskra bænda að setjast að á Grænlandi á hverju ári, til að minnast sögulegra tengsla. Ekkert rými var hins vegar fyrir inúíta í þessari framtíðarsýn. Innfæddir íbúar Grænlands, voru að mati höfundarins engan veginn á því menningarstigi að vænta mætti þess að þeir sköpuðu nútímasamfélag. Réttast væri að leyfa þeim að halda sínum gömlu siðum í norðurhéruðum Grænlands og ef til vill gætu einhverjir þeirra með tímanum lært af háttum Dananna og orðið siðmenntaðir. Það voru þó ekki bara dönsk sauðnautabýli sem Råvad sá fyrir sér sem lykilatriði í nývæðingu Grænlands. Hann horfði til námavinnslu, sjávarútvegs og skipaþjónustu. Varðandi síðastnefnda atriðið horfði Råvad sérstaklega til tilrauna Kanadamanna til siglinga norður til Hudson-flóa. Þegar sú siglingaleið yrði almenn, sköpuðust gríðarleg tækifæri til reksturs stórskipahafnar á suðurodda Grænlands. Höfn þessa mætti kenna við Eirík rauða og yrði hún þungamiðjan í nýjum höfuðstað Grænlands sem Råvad skemmti sér við að teikna frá grunni. Með tímanum mætti svo hugsa sér að byggja upp fleiri þéttbýlisstaði á Grænlandi og kæmu þar meðal annars til greina bæði Garðar og Brattahlíð, sem hvort tveggja fæli í sér sögulegar skírskotanir til eldra landnáms norrænna manna á Grænlandi. Óþarft er að taka fram að fæstar þessara draumsýna danska skipulagsfræðingsins náðu fram að ganga. Má raunar draga í efa margt af ályktunum hans, svo sem þá skoðun að Grænland gæti hæglega staðið undir í það minnsta milljón manna byggð. En þótt gaman sé að velta fyrir sér loftköstulum á borð við þá sem Råvad reisir í skrifum sínum, er óþægilegra að lesa grímulausa kynþáttafordómana sem víða koma fram í skrifunum. Höfundurinn er ekki í minnsta vafa um að svertingjar og inúítar séu frá náttúrunnar hendi óæðri hvítum Dönum. Má raunar segja að kynþáttahyggja Råvads hafi ráðið miklu um þann sess – eða öllu heldur skort á viðurkenningu – sem hann hefur hlotið í danskri sögu. Alfred Råvad á sér ýmsa aðdáendur sem harma mjög að hann hafi ekki öðlast heimsfrægð fyrir störf sín í Chicago en þó sérstaklega í Danmörku, þar sem hið fræga borgarskipulag Kaupmannahafnar sem var samþykkt fljótlega upp úr seinni heimsstyrjöldinni hafi í raun hvílt á hugmyndum hans. Þögnin um Råvad í sögunni hefur að hluta verið skýrð með óheppni og einbeitingarskorti, þar sem ekki liggi nógu mörg áþreifanleg verk eftir hann. Önnur veigamikil skýring er rasísk skrif Råvads og þá einkum gyðingaandúð, en hann var um árabil einn af forystumönnum félagsskapar gyðingahatara í Danmörku. Það kann að skýra að sagnfræðingar hafi veigrað sér við að hampa afrekum hans. Enginn öðlast frægð í sögunni án þess að sleppa í gegnum nálarauga sagnfræðinganna. Saga til næsta bæjar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Í síðasta pistli var fjallað um danska arkitektinn Alfred Råvad, þátt hans í þróun skipulagsmála í Chicago-borg og dvöl hans hjá Thor Jensen bróður sínum í Reykjavík árið 1915. Þann tíma nýtti Råvad til að kynna sér sitthvað í íslensku samfélagi og þá ekki aðeins atriði sem tengdust byggingarlist og bæjarskipulagi, heldur einnig stjórnmálum og efnahagslífi. Alfred Råvad hafði brennandi áhuga á stjórnmálum og þar líkt og á öðrum sviðum var hann maður stórra hugmynda. Hann var gallharður þjóðernissinni og taldi Danmörku á verulegum villigötum. Sár ósigur Dana gegn Prússum og Austurríkismönnum í stríðinu um Slésvík og Holtsetaland árið 1864 hvíldi enn sem mara á þjóðinni. Sífellt erfiðara var að horfa fram hjá þeirri staðreynd, að þrátt fyrir forna frægð gat Danmörk ekki lengur talist í hópi stórvelda Evrópu heldur var hún að breytast í áhrifalítið smáríki sem litlu skipti í valdatafli veigameiri ríkja. Ráðamenn jafnt sem almenningur voru, að mati Råvads, hættir að sjá út fyrir Eystrasalt og Norðursjó, en létu sér nægja agnarsmátt danskt þjóðríki. Dönsk þjóðernisvitund tók breytingum og fór í vaxandi mæli að snúast um að lofsyngja heiðvirt sveitalíf og smábúskap. Draumurinn um að ná að endurheimta eitthvað af hinum töpuðu landsvæðum syðst á Jótlandsskaga var drifkrafturinn í danskri utanríkisstefnu á seinni hluta nítjándu aldar og fram yfir fyrri heimsstyrjöldina. Færa má fyrir því rök að þessi stefna Dana hafi gert Íslendingum mögulegt að öðlast sjálfstæði, þar sem dönsk stjórnvöld gátu illa krafist þess að sjálfsákvörðunarréttur íbúa Slésvíkur og Holtsetalands yrði virtur en á sama tíma hundsað sjálfstæðiskröfur Íslendinga. Þetta taldi þjóðernissinninn Råvad til marks um algjört metnaðarleysi og hvatti landa sína í ræðu og riti til þess að hugsa stærra og byggja upp nýja og stóra Danmörku. Vaxtarmöguleikarnir lágu að hans mati í hjálendunum: Dönsku Vestur-Indíum, Færeyjum, Íslandi en þó fyrst og fremst Grænlandi. Verkefni næstu kynslóða væri að byggja þar upp ný og kröftug samfélög á dönskum forsendum. Råvad taldi sóknarfæri liggja í nýlendunni í Vestur-Indíum, þar sem reisa mætti stórskipahöfn til að þjóna siglingum um Panamaskurðinn, sem opnaður var árið 1914. Landbúnaðarframleiðslu á eyjunum, sem Råvad vildi kalla Pálmaeyjar, hafði hrakað á liðnum áratugum og komst arkitektinn að þeirri niðurstöðu að plantekruræktun með þeldökku vinnuafli væri úrelt fyrirbæri. Þess í stað ætti að stefna að ávaxtaræktun fyrir danska markaðinn, með dönskum bændum sem flytja myndu til eyjanna gegn loforði um jarðnæði og styrki. Hér var ansi seint í rassinn gripið, því dönsk stjórnvöld höfðu allt frá aldamótum unnið ötullega að því að selja Bandaríkjamönnum eyjarnar. Um svipað leyti og Råvad gaf hugmyndir sínar út á bók, var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku um söluna, sem samþykkt var með 2/3 hlutum atkvæða. Í kosningunni í Vestur-Indíum reyndust aðeins sjö kjósendur hlynntir því að halda sambandinu við Danmörku!Áhyggjur af Íslandi Á Íslandi sá Råvad fyrir sér mikil tækifæri í landbúnaði, sjávarútvegi og orkuvinnslu. Hann hafði hins vegar þungar áhyggjur af því að Danir svæfu á verðinum og leyfðu erlendum ríkjum að seilast til sífellt meiri áhrifa á Íslandi. Norðmenn væru umfangsmiklir í sjávarútvegi og sömu sögu mætti segja um Frakka, sem reyndu mjög að styrkja stöðu sína í landinu, til dæmis með því að reka flesta spítala í landinu. Að mati Råvads voru menningarleg áhrif Breta mest í landinu. Íslendingar vildu allir læra ensku og enskar bókmenntir væru þar í mestum metum. Þýsku áhrifanna gætti á hinn bóginn helst í verslun og viðskiptum, þar sem þýskur varningur hefði lengi verið áberandi í hillum verslana og væri afar eftirsóttur. Niðurstaða hans var því sú að þótt Ísland ætti að heita hluti af danska ríkinu, sæjust þess varla merki á götum Reykjavíkur. Þessu tómlæti Dana gagnvart Íslandi yrði að linna. Dönsk fyrirtæki yrðu að láta betur til sín taka á Íslandi og dönsk stjórnvöld að styrkja stöðu þeirra gagnvart útlendingum. Nauðsynlegt væri að efla stöðu Íslands innan danska ríkisins í stað þess að veita landinu stöðugt meira sjálfstæði sem að lokum hlyti að leiða til fulls aðskilnaðar. Råvad taldi forgangsmál að Íslendingar fengju sæti á danska þinginu. Væri þar rétt að miða við fjögur sæti, eitt fyrir hvern landsfjórðung og síðar mætti bæta því fimmta við þegar Reykvíkingar yrðu 50 þúsund talsins. Til að tryggja að Íslendingum þættu þeir velkomnir í stór-danska ríkinu væri tilvalið að taka upp sömu skipan og hjá bresku konungsfjölskyldunni, þar sem ríkisarfinn ber titilinn prinsinn af Wales. Þannig yrði danski krónprinsinn titlaður prins af Íslandi en sá sem næstur gengi í erfðaröð nefndist þá prins af Grænlandi. Í tengslum við þetta mætti koma upp embættisbústað á Íslandi sem meðlimir konungsfjölskyldunnar nýttu í heimsóknum sínum til landsins.Milljónasamfélag á Grænlandi Rauði þráðurinn í hugmyndum Råvads um Ísland var viðurkenning hans á að Íslendingar væru sérstök þjóð sem talaði sína eigin tungu og yrði að umgangast með virðingu til að særa ekki stolt hennar. Þannig yrði efling Íslands sem hluti af dönsku stórríki að gerast með þeim hætti að Íslendingum sjálfum fjölgaði. Tómt mál væri að tala um að flytja Dani í stórum stíl til Íslands, slíkt skilaði engum ágóða og gæti bara leitt til árekstra. Allt öðru máli gegndi um Grænland í huga skipulagsfræðingsins metnaðarfulla. Grænland væri ógnarstórt og þvert á það sem margir héldu, benti Råvad á, væri þar að finna ágæt landbúnaðarlönd. Lykillinn að nýtingu landgæða á Grænlandi væri að hanna nægilega hlý hús, sem arkitektinn treysti sér vel til að gera með því að horfa til fyrirmynda frá norðanverðri Skandinavíu.Alfred Råvad hafði brennandi áhuga á stjórnmálum og þar líkt og á öðrum sviðum var hann maður stórra hugmynda.Til að skjóta styrkari stoðum undir búreksturinn sá Råvad fyrir sér að rækta mætti nýtt og harðgert nautakyn með kynblöndun á sauðnautum og evrópskum stórgripum. Þá væri tilvalið að flytja mörgæsir frá Suðurhveli til Grænlands, sem hlytu að dafna þar vel og gætu gefið af sér góðar afurðir. Í huga Råvads hlyti uppbygging landbúnaðar á Grænlandi að vera í höndum danskra bænda, þótt sjálfsagt væri að bjóða nokkrum hópi ungra íslenskra bænda að setjast að á Grænlandi á hverju ári, til að minnast sögulegra tengsla. Ekkert rými var hins vegar fyrir inúíta í þessari framtíðarsýn. Innfæddir íbúar Grænlands, voru að mati höfundarins engan veginn á því menningarstigi að vænta mætti þess að þeir sköpuðu nútímasamfélag. Réttast væri að leyfa þeim að halda sínum gömlu siðum í norðurhéruðum Grænlands og ef til vill gætu einhverjir þeirra með tímanum lært af háttum Dananna og orðið siðmenntaðir. Það voru þó ekki bara dönsk sauðnautabýli sem Råvad sá fyrir sér sem lykilatriði í nývæðingu Grænlands. Hann horfði til námavinnslu, sjávarútvegs og skipaþjónustu. Varðandi síðastnefnda atriðið horfði Råvad sérstaklega til tilrauna Kanadamanna til siglinga norður til Hudson-flóa. Þegar sú siglingaleið yrði almenn, sköpuðust gríðarleg tækifæri til reksturs stórskipahafnar á suðurodda Grænlands. Höfn þessa mætti kenna við Eirík rauða og yrði hún þungamiðjan í nýjum höfuðstað Grænlands sem Råvad skemmti sér við að teikna frá grunni. Með tímanum mætti svo hugsa sér að byggja upp fleiri þéttbýlisstaði á Grænlandi og kæmu þar meðal annars til greina bæði Garðar og Brattahlíð, sem hvort tveggja fæli í sér sögulegar skírskotanir til eldra landnáms norrænna manna á Grænlandi. Óþarft er að taka fram að fæstar þessara draumsýna danska skipulagsfræðingsins náðu fram að ganga. Má raunar draga í efa margt af ályktunum hans, svo sem þá skoðun að Grænland gæti hæglega staðið undir í það minnsta milljón manna byggð. En þótt gaman sé að velta fyrir sér loftköstulum á borð við þá sem Råvad reisir í skrifum sínum, er óþægilegra að lesa grímulausa kynþáttafordómana sem víða koma fram í skrifunum. Höfundurinn er ekki í minnsta vafa um að svertingjar og inúítar séu frá náttúrunnar hendi óæðri hvítum Dönum. Má raunar segja að kynþáttahyggja Råvads hafi ráðið miklu um þann sess – eða öllu heldur skort á viðurkenningu – sem hann hefur hlotið í danskri sögu. Alfred Råvad á sér ýmsa aðdáendur sem harma mjög að hann hafi ekki öðlast heimsfrægð fyrir störf sín í Chicago en þó sérstaklega í Danmörku, þar sem hið fræga borgarskipulag Kaupmannahafnar sem var samþykkt fljótlega upp úr seinni heimsstyrjöldinni hafi í raun hvílt á hugmyndum hans. Þögnin um Råvad í sögunni hefur að hluta verið skýrð með óheppni og einbeitingarskorti, þar sem ekki liggi nógu mörg áþreifanleg verk eftir hann. Önnur veigamikil skýring er rasísk skrif Råvads og þá einkum gyðingaandúð, en hann var um árabil einn af forystumönnum félagsskapar gyðingahatara í Danmörku. Það kann að skýra að sagnfræðingar hafi veigrað sér við að hampa afrekum hans. Enginn öðlast frægð í sögunni án þess að sleppa í gegnum nálarauga sagnfræðinganna.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira